Margt er um að velja
Margt er um að velja | 40202 | 41 Nemendablað 7. FERÐALAG Sjálfskönnun / Tilraun Í þessari æfingu þarf að komast að því hvaða gildi skipta viðskiptavini á ferðaskrifstofu mestu máli. Dæmi um gildi gæti til dæmis verið sparsemi. Sumir vilja fá mikið fyrir lítið á meðan aðrir leita ævintýra, hvað sem það kostar. Hvað af eftirtöldum gildum telur þú að eigi við viðskiptavini ferðaskrifstofunnar? Ánægja Fegurð Félagslyndi Frelsi Sparsemi Þekkingarþrá Ævintýraþrá Öryggi ? „Ég vil fara í skipulagða hópferð með fólki á mínum aldri. Ég vil ekki þurfa að hafa áhyggjur af neinu og ekki hugsa um hvar ég ætla að gista eða hvað ég eigi að borða. Ég vil líka eiga kost á vel skipulögðum kvöldskemmtunum.“ Ragnar: ___________________________ „Ég gæti ekki hugsað mér að fara í skipulagða hópferð. Ég vil fyrst og fremst gera það sem ég hef áhuga á, stoppa þar sem mig langar til, borða þegar ég er svöng og vera lengur á stöðum sem mig langar til að skoða betur.“ Valdís: ___________________________ „Ég vil fá eitthvað fyrir peningana mína. Áttu farmiða á tilboði? Er einhver tími sem er hagstæðara að ferðast á en yfir háanna- tímann?“ María:____________________________ „Mig langar til Grikklands eða Egyptalands með góðum leiðsögumanni. Ég vil fræðast vel um þá staði sem ég heimsæki.“ Maríus: ___________________________ „Það sem skiptir mig máli er að ég skemmti mér vel. Ég vil njóta strandlífs og sólbaða og það væri frábært að komast á tónlistarhátíð. Það skiptir mig líka miklu að geta lagt stund á íþróttir.“ Magnús: __________________________ „Mér finnst að á ferðalögum eigi maður að kynnast stöðum sem eru ólíkir daglegu umhverfi. Ég vil að ferðalagið opni augu mín fyrir þáttum í mannlífi og menningu sem ég þekkti ekki fyrir. Áttu til upplýsingar um Alaska, Nepal eða Amasonsvæðið?“ Sólveig: ___________________________ „Ég gæti auðveldlega búið í Vínarborg eða Róm. Þetta eru svo fallegar borgir. Þar eru svo fallegir garðar og byggingar, að ég tali nú ekki um þessi fallegu torg sem þar er að finna. Þá hafa söfnin í báðum þessum borgum stórkostleg listaverk að geyma.“ Einar: ____________________________ „Ég hef áhuga á að kynnast fólki í framandi löndum. Ég vil kynnast lifnaðarháttum þeirra og deila með því gleði og sorgum. Þannig kemst ég í samband við fólkið sjálft.“ Jóhanna: __________________________ Ég ___________________________________ Ég kýs fyrst og fremst: __________________ ______________________________________
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=