Margt er um að velja
Margt er um að velja | 40202 | 40 7. FERÐALAG Sjálfskönnun / Tilraun Markmið Markmiðið er að nemandi þekki þau gildi eða viðmið sem hann hefur í hávegum og átti sig á hve áhrifamikil þau eru í daglegu lífi hans. Verkefnalýsing Nemendur vinna í litlum hópum. Í sameiningu finna þeir út þau gildi sem þeir telja að eigi við stuttar lýsingar á viðskiptavinum ferðaskrifstofu. Kveikja Hugtakinu gildi er velt upp og merkingunni á bak við hin ýmsu gildi. Til að hnykkja enn betur á þessu efni getur kennari tekið dæmi. Dæmi um gildi Peningar eru dæmi um algild gildi. Eflaust myndu fáir slá hendinni á móti einni milljón íslenskra króna inni á bankabókinni sinni. Eða hvað? Hvað gæti Japani gert við eina milljón íslenskra króna í Japan, ef hann gæti ekki leyst peningana út í japönskum jenum? Hvaða gildi hafa peningar í raun og veru ef ekki er hægt að fá neitt í skiptum fyrir þá? Lausn á verkefni Ragnar: Öryggi Maríus: Þekking Einar: Fegurð Valdís: Frelsi Magnús: Ánægja Jóhanna: Félagslyndi María: Sparsemi Sólveig: Ævintýraþrá Góð hugmynd Það gæti reynst góð hugmynd að láta nemendur útbúa veggspjöld með þeim gildum sem eru þeim mikilvægust, hvern fyrir sig eða í hópum. Stofan er svo skreytt með spjöldunum. Heimaverkefni Nemendur gera könnun á því heima fyrir hvers konar ferð fjölskyldumeðlimir myndu helst kjósa að fara í og þá hvers vegna. Hægt er að styðjast við ýmsar ferðaauglýsingar. Nemendur skila vinnu sinni skriflega. Kennsluleiðbeiningar Verkefnadæmi „Ég vil fá eitthvað fyrir peningana mína. Áttu farmiða á niðursettu verði? Er einhver tími sem er hagstæðari að ferðast á en yfir háannatímann?“ María Dögg: Sparsemi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=