Margt er um að velja
Margt er um að velja | 40202 | 39 Nemendablað 6. GILDI HVERS OG EINS Sjálfskönnun / Aðdragandi Hvað finnst þér? Hvers vegna finnst þér það? Oft hefur þú ekki hugmynd um hvers vegna þér líkar vel við manneskju sem verður á vegi þínum. Skoðanir okkar byggjast oft á ómeðvituðum hugsunum sem gefa til kynna hvað er mikilvægt í huga hvers og eins og hvað ekki. Hvað er það sem þér finnst eftirsóknarvert í fari annarra? Þessi skoðun þín á mönnum og málefnum mótast af þínum gildum. Persónuleg gildi gefa til kynna hvað skiptir mestu máli í lífi hvers og eins. Þessi gildi gætu til dæmis verið húmor, alvara, viljastyrkur, ímyndunarafl, gjafmildi, umhyggjusemi eða eitthvað allt annað. Æfing Hugsaðu um manneskjur eða sögupersónur sem þú þekkir til og hvaða eiginleika þú kannt best að meta í fari þeirra. Skráðu þá hér. 1. Mér finnst (nafn) _____________________ svo _____________________ af því að _________ _______________________________________________________________ 2. Mér finnst (nafn) _____________________ svo _____________________ af því að _________ _______________________________________________________________ 3. Mér finnst (nafn) _____________________ svo _____________________ af því að _________ _______________________________________________________________ Til umhugsunar Það er mikilvægt að við áttum okkur á eigin gildum. Þannig komum við til með að átta okkur betur á þeim markmiðum sem við setjum okkur að loknu grunnskólanámi. Ég þekki gildi vináttunnar. Hver vildi lifa án hennar? Hún er ágæt í meðbyr, ómetanleg í mótbyr. – Jos. Von Görres Hvað segir þessi lýsing um þig sjálfa/n?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=