Margt er um að velja
Margt er um að velja | 40202 | 38 6. GILDI HVERS OG EINS Sjálfskönnun / Aðdragandi Markmið Markmiðið er að nemandi þekki þau gildi eða viðmið sem hann hefur í hávegum og átti sig á hve áhrifamikil þau eru í daglegu lífi hans. Verkefnalýsing Lestur á texta og hugtakið gildi rætt. Nemendur finna út það gildi sem þeir meta helst í fari fólks og skrá það hjá sér. Kveikja Nemendur eru spurðir hver sé besta kvikmynd sem þeir hafi séð nýlega. Viðmið er það sjónarmið sem við dæmum út frá. Gildismat okkar byggist á þessum viðmiðum. Í hvert skipti sem nemandi segir frá uppáhalds mynd verður það tilefni til að skoða hver viðmiðin og gildin eru. Um gildi Hvað eru gildi eða viðmið? Sérhver menning, sérhvert samfélag, sérhver einstaklingur hefur í heiðri ólík gildi, þó að mörg hver séu auðvitað algild. Það sem við teljum vera eftirsóknarvert í fari einhvers byggist t.d. á þeim gildum eða viðmiðum sem við teljum mikilvæg. Hvort sem gildin eru okkur ljós eða ekki, þá hafa þau mikil áhrif á hegðun okkar og ákvarðanir. Þegar við veljum okkur nám eða starf sem við viljum leggja stund á er nauðsynlegt að við áttum okkur á þeim ástæðum sem við leggjum til grundvallar. Ástæður okkar eru nátengdar þeim gildum sem við aðhyllumst. Einstaklingar hafa ólík gildi, því viðmið þeirra eru ólík. Þetta ætti að sýna nemendum fram á að hvert okkar skynjar veruleikann með ólíkum hætti. Heimaverkefni Nemendur eru beðnir um að kanna þau gildi sem eru í hávegum höfð heima fyrir. Sami háttur er hafður á heimavinnunni og á verkefnablaðinu Gildi hvers og eins , nema að þessu sinni eru nemendur beðnir að skrá gildin á hreint vinnubókarblað. Með þessu þurfa nemendur ef til vill að útskýra og ræða hugtakið gildi fyrir þeim sem taka þátt í verkefninu. Kennsluleiðbeiningar Verkefnadæmi Mér finnst (nafn) Gunnhildur svo (gildi) skemmtileg af því að … hún kemur manni alltaf til að brosa þegar maður er í vondu skapi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=