Margt er um að velja
Margt er um að velja | 40202 | 36 Inngangur fyrir kennara Nú er komið að seinni hluta vinnubókarinnar. Í fyrri hluta lærðu nemendur ýmislegt um þarfir einstaklinga og samfélags og hvað einkennir vinnu. Í þessum hluta verður farið yfir eigin gildi og markmið, valkosti í atvinnulífinu og starfshugsun. Efninu er ætlað að auðvelda einstaklingum val á námi og starfi. Þegar nemendur hafa farið í gegnum efnið ættu þeir að hafa öðlast aukna þekkingu á sjálfum sér og umhverfi sínu og verða betur í stakk búnir til að taka ákvörðun um nám og störf í framtíðinni. Hverju verkefni fylgja kennsluleiðbeiningar (grænn litur) þar sem settar eru fram tillögur um skipulagningu kennslunnar. Í kennsluleiðbeiningunum eru mikilvægar upplýsingar sem geta verið nauðsynlegar til að tilgangur með verkefnum náist til fulls. Efninu er skipt í fjóra kafla: Sjálfskönnun . Nemandi kynnist eigin gildum og því sem skiptir hann mestu máli í lífi og starfi. Markmið . Nemandi setur sér markmið um fyrirætlanir sínar auk þess sem fjallað er um hugsanlegar afleiðingar þess að hætta í námi. Valkostir . Fundin eru áhugaverð störf, þau könnuð nánar og meðtekin með hliðsjón af afstöðu nemandans til starfsgilda. Sett eru spurningarmerki við staðalmyndir af hefðbundnum karla- og kvennastörfum. Ákvörðun . Nemandi skoðar muninn á sjálfstæðri og ósjálfstæðri ákvörðunartöku og veltir fyrir sér hvernig hann fer að því að taka ákvarðanir. Áður en ákvörðun er tekin er æskilegt að nemandi ræði þær hugmyndir sem hann hefur um framtíð sína við forráðamenn og kennara eða námsráðgjafa. Inngangur kennara
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=