Margt er um að velja
Nemendablað Margt er um að velja | 40202 | 33 Fimmta þörfin: aðhlynning íbúa og heilsuvernd Ekki þýðir að hugsa aðeins um efnisleg gæði. Því þarf að bjóða fram þjónustu til að reyna að leysa vandamál á borð við sjúkdóma, óþrifnað o.s.frv. Fimm starfssvið sinna þessu markmiði: Starfssvið Störf 1. Heilbrigði 2. Snyrting 3. Hollustu- og vinnuvernd 4. Gisti- og veitingaþjónusta 5. Frístundir og íþróttir Sjötta þörfin: sköpun og varðveisla menningarverðmæta Það er merkilegt að hugsa til þess að jafnvel frummaðurinn lét eftir sig höggmyndir og skreytingar þar sem hann bjó. Hver manneskja býr yfir þörf fyrir fegurð, menningu og tómstundaiðkanir. Til að flytja þekkingu sína og kunnáttu milli kynslóða stofnaði maðurinn skóla og kom á skólakerfi með því markmiði að hver manneskja gæti öðlast menntun og hlutdeild í menningunni. Starfssvið Störf 1. Tónlist 2. Bókmenntir 3. Myndlist 4. Hugvísindi 5. Menntun og kennsla 6. Fréttaflutningur og gagnaöflun Sjöunda þörfin: að eiga samskipti við aðra Þar sem hér er fjallað um landnema á eyðieyju er ekkert óeðlilegt við það að þeir vilji snúa aftur til meginlandsins og hitta annað fólk. Engu samfélagi nægir að lifa einangrað. Allir leita samskipta við annað fólk, vilja halda sambandi og tilheyra öðrum. Þetta kemur fram í fjórum stórum starfssviðum. Starfssvið Störf 1. Samgöngur og flutningar 2. Fjarskipti 3. Ferðaþjónusta 4. Auglýsingar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=