Margt er um að velja

Nemendablað Margt er um að velja | 40202 | 32 Þriðja þörfin: skipulag samfélagsins á sviði stjórnmála og öryggismála Þegar einstaklingar búa saman verður að skipuleggja líf þeirra þannig að þeir geti búið í sátt og samlyndi. Því þurfum við stjórnvöld, stjórnkerfi og opinbera þjónustu til að samfélagið geti starfað eðlilega. Gæta þarf réttlætis og einnig þarf að sjá til þess að röð og regla ríki. Við viljum einnig verja landsvæði okkar og landhelgi og vernda eigur samfélagsins. Í atvinnulífinu svarar þetta til sex umfangsmikilla starfssviða: Starfssvið Störf 1. Stjórnvöld 2. Stjórnkerfi 3. Landvarnir og öryggismál 4. Lög og regla 5. Opinber þjónusta 6. Réttargæsla Fjórða þörfin: hagræn og félagsleg skipan samfélagsins Tryggja verður að viðskipti með vörur og þjónustu milli einstaklings og samfélags fari fram með eðlilegum hætti og öllum í hag. Þegar samfélög verða flóknari félagslega og viðskiptalega skapast þörf fyrir ýmiss konar ráðgjöf og þjónustu á þessu sviði. Í samfélagi okkar svara þessi verkefni til fimm umfangsmikilla starfssviða: Starfssvið Störf 1. Hagfræði og fjármál 2. Fjármálaþjónusta (bankar, tryggingar, kauphallar- viðskipti) 3. Verslun, dreifing og sala 4. Rekstur og bókhald 5. Félagsleg þjónusta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=