Margt er um að velja
Nemendablað Margt er um að velja | 40202 | 30 5. SKILNINGUR Á ATVINNULÍFINU Þegar þið settuð ykkur í spor skipbrotsmanna á eyðieyju urðuð þið þess vísari að í samfélaginu þarf að sinna þörfum einstaklinga og hópa. Þessar þarfir hafa alltaf verið fyrir hendi. Í dag er jafn nauðsynlegt og forðum að skapa nytsama hluti, t.d. að búa til betri verkfæri til að vinna sífellt flóknari verk. Á okkar tímum er svo komið að sú verkkunnátta og þekking sem nauðsynleg er til að koma til móts við þarfir einstaklinga og samfélags er orðin það yfirgripsmikil að leita verður til fólks í fjölmörgum störfum til að sinna þörfum og leysa vandamál. Samfélag nútímans er orðið svo flókið að skapast hefur þörf fyrir mörg þúsund aðgreind störf og sífellt bætast við ný starfsheiti og segir það sína sögu um hraða þessarar þróunar. Við lok kaflans verð ég fær um að: Þekkja mismunandi starfssvið og gera grein fyrir heildarskilningi mínum á atvinnulífinu. Verkefni Mismunandi þarfir – mismunandi störf Ævintýrið á eyðieyjunni skýrir fyrir okkur hvernig samfélagsþarfir skapa vanda sem sérhæfð störf geta leyst. Þekking og kunnátta þeirra sem stunda sérhæfð störf getur nýst til að sinna þörfum og einnig leysa mörg vandamál sem blasa við einstaklingum og hópum. Hafðu söguna af eyðieyjunni í huga og skráðu niður 1-2 störf sem eiga við tiltekið starfsvið atvinnulífsins. Hvaða störf þurfa að vera til á eyjunni til þess að samfélagið þar geti lifað og dafnað?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=