Margt er um að velja
Kennsluleiðbeiningar Margt er um að velja | 40202 | 27 5. SKILNINGUR Á ATVINNULÍFINU Nemendur hafa nú þegar farið í nokkrar könnunarferðir. Þeir hafa kannað atvinnulífið og störfin og safnað margs konar upplýsingum um þau. Í þessu verkefni fá nemendur tækifæri til að gera enn nákvæmara kort af atvinnulífinu. Sagan af eyðieyjunni er notuð til þess að nemendur sjái að þarfir íbúanna á eyjunni eru í grundvallaratriðum þær sömu og þarfir fólks í nútímasamfélagi. Markmið Að nemendur hafi heildarskilning á atvinnulífinu og geti skipulagt hugsun sína um atvinnulífið með því m.a. að skilgreina einkenni starfa út frá grunnspurningum og mismunandi hliðum þeirra. Verkefnalýsing Kennari byrjar á því að rifja upp með nemendum hver viðfangsefni bókarinnar hafa verið. Hugmynd að útfærslu: Nemendur geta unnið verkefnið í pörum og/eða notað netið til að finna starfsheiti, t.d. heimasíðuna Næsta skref . Lausn Hér eru hugmyndir að störfum innan hvers starfssviðs sem nefnd voru í verkefninu. Fyrsta þörfin Starfssvið Störf 1. Náttúruauðlindir Rafveituvirki 2. Umhverfi Veðurfræðingur 3. Landbúnaður Ylræktarbóndi 4. Námavinna Jarðfræðingur 5. Skógrækt Skógfræðingur 6. Veiðar Hvalfangari Önnur þörfin Starfssvið Störf 1. Matvælaframleiðsla Gæðamatsmaður a) Mjólkurvöruframleiðsla Mjólkurfæðingur b) Fiskvinnsla Fiskitæknir c) Kjötvinnsla Dýralæknir 2. Húsbyggingar Pípari 3. Hönnun húsa og bæjarskipulag Arkitekt 4. Iðnframleiðsla Framleiðslustjóri
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=