Margt er um að velja

Nemendablað Margt er um að velja | 40202 | 22 Spurning 2: Hvers krefst það? Spurningar sem spyrja skal til að fá vitneskju um þá persónulegu eiginleika og þann undirbúning sem nauðsynlegur er fyrir tiltekið starf. Persónulegir eiginleikar Til þess að vita hvers starf krefst af okkur þurfum við að spyrja um þá persónulegu eiginleika sem verða að einkenna þann sem vill stunda starfið. 1. Hvaða áhugamál þarf sá að hafa sem vill stunda þetta starf? 2. Hvaða skapgerðarþættir þurfa að einkenna hann? 3. Hvaða hæfni leiðir til velgengni í þessu starfi? Hér skoðum við: Færni og áhuga Undirbúningur Til að vita hvers starf krefst af þeim sem stundar það verður að spyrja um nauðsynlegan undirbúning? 1. Þarf að stunda skólanám? 2. Hvaða kröfur má búast við að tilvonandi vinnuveitandi geri? 3. Þarf sérstaka starfsþjálfun til að stunda starfið? 4. Er þörf á sérstakri þekkingu fyrir starfið? 5. Hvert getum við leitað til að afla upplýsinga um skóla sem bjóða upp á nauðsynlega starfsþjálfun? 6. Er nauðsynlegt að hafa náð einhverju prófi til að geta sótt um starfið? Hér skoðum við: Þekkingu og kunnáttu Spurning 3: Hvað gefur það af sér? Spurningar sem spyrja skal til að fá vitneskju um laun og atvinnuhorfur í tilteknu starfi. Laun Þegar spurt er um hvað tiltekið starf gefur af sér þarf að spyrja um laun, félagslega stöðu og allan annan ábata. 1. Er mikill munur á launum frá einum vinnuveitanda til annars? 2. Hver eru meðallaun þeirra sem stunda þetta starf? 3. Hvaða félagslegu réttindi fylgja starfinu o.s.frv.? Hér skoðum við: Réttindi og stöðu Atvinnuhorfur Til að komast að því hvaða tækifæri starf gefur okkur þurfum við að spyrja um atvinnuhorfur. Launin eru ekki allt. Möguleikar á því að ná frama í starfi skipta einnig máli. Framtíðarþróun starfsins og efnahagslegt mikilvægi þess hafa áhrif á atvinnuöryggið. Atvinnuþróun sýnir okkur að mörg störf úreldast. 1. Er möguleiki á að komast áfram í þessu starfi? 2. Er auðvelt að verða sér úti um atvinnu á þessu sviði? 3. Hverjar eru horfur um atvinnu? 4. Er hægt að stunda þessa atvinnu sem sjálfstæður atvinnurekandi o.s.frv. Hér skoðum við: Framtíð og útkomu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=