Margt er um að velja
Nemendablað Margt er um að velja | 40202 | 21 Töfraformúlan: Þrjár grundvallarspurningar Hugsaðu um þær spurningar sem þú spurðir til þess að komast að „leynistarfinu“. Margar þeirra eru hluti af svo kallaðri Töfraformúlu. Töfraformúlan inniheldur þrjár grundvallarspurningar sem gera okkur kleift að komast að helstu sérkennum hvers starfs og er kerfisbundin aðferð til að kanna hvaða starf sem er. Hver spurning hefur svo tvær hliðar. 1. Hvað er það? – Eðli starfsins – Vinnuskilyrði 2. Hvers krefst það? – Persónulegir eiginleikar – Undirbúningur 3. Hvað gefur það af sér? – Laun – Atvinnutækifæri Spurning 1: Hvað er það? Hvað er starfið? Spurningar sem nauðsynlegt er að fá svar við um eðli tiltekins starfs og þau skilyrði sem unnið er við. Eðli starfsins Til þess að komast að því um hvers konar starf er að ræða verðum við að kanna eðli þess og vita hvað sá þarf að inna af hendi sem stundar það. 1. Í hverju er starfið fólgið? 2. Hver er tilgangurinn með starfinu? 3. Hverjir eru einstakir þættir starfsins? 4. Hvaða ábyrgð felst í því? 5. Hvernig verður starfinu best lýst? Hér skoðum við: Athöfn og verkfæri Vinnuskilyrðin Til að vita hvert eðli starfsins er þarf að spyrja um vinnuskilyrði, þ.e. vinnu- umhverfi og almennar vinnuaðstæður. 1. Er þetta útivinna eða innivinna? 2. Er þetta líkamleg vinna? 3. Er umhverfið heilsusamlegt? 4. Er þetta hættuleg vinna? 5. Hvernig er vinnutíminn? 6. Þarf að vinna yfirvinnu? 7. Hefur þessi vinna andleg óþægindi í för með sér (leiðindi, tilbreytingarleysi o.s.frv.)? Hér skoðum við: Umhverfi og álag Hvað er það? Hvers krefst það? Hvað gefur það af sér? è è è è è è
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=