Margt er um að velja
Nemendablað Margt er um að velja | 40202 | 19 4. HVAÐ ER STARF? Sagan um eyðieyjuna gerði ykkur kleift að skilja á hvaða hátt neyðin kennir einstaklingnum að leysa vandamál. Þá skilduð þið einnig að vinnan er skilgreind sem athæfi þar sem maðurinn breytir umhverfi sínu sér og sínum í hag og kemur þannig til móts við þarfir sínar og annarra samfélagsþegna. En hvað auðkennir starf og greinir það frá öðrum? Við lok kaflans verð ég fær um að: Þekkja Töfraformúluna og nota þá aðferð til að kanna betur heim atvinnulífsins. Hvaða spurningar gefa okkur gagnlegar upplýsingar? Spurningar sem notaðar eru til að afla upplýsinga geta verið af tvennum toga: – Ónákvæmar spurningar – Nákvæmar spurningar Ekki er mikið gagn að hinum fyrri en þær síðari leiða okkur beint að markinu. Dæmi um ónákvæma spurningu væri: „Er þægilegur vinnutími í þessu starfi?“ Hér er spurt ónákvæmrar spurningar, hvað er þægilegur vinnutími? Er það frá kl. 9:00-17:00? Er það kvöldvinna eða jafnvel næturvinna? Það er mismunandi hvaða vinnutími hentar hverjum og einum og því er spurningin ekki nógu skýr. Til að fá skýrari svör þarf að spyrja nákvæmari spurninga, eins og t.d. „ Hvernig er vinnutímanum í þessu starfi háttað ?“ Þegar við viljum fá upplýsingar um hvað ákveðið starf felur í sér skal ávallt leitast við að hafa spurningarnar eins nákvæmar og auðið er. Nákvæmnin ræðst alltaf af því hver tilgangurinn með spurningunni er, þ.e. þeirri vitneskju sem verið er að leita að.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=