Margt er um að velja
Kennsluleiðbeiningar Margt er um að velja | 40202 | 18 4. HVAÐ ER STARF? Rifjað er upp frá fyrri verkefnum að: – Það eru þarfirnar (bæði einstaklinga og hópsins) sem gera vinnuna nauðsynlega. – Hægt er að skapa ný störf og breyta eldri störfummeð uppfinningum, frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun. – Að störf eru háð hvert öðru og vinna saman að því að breyta umhverfinu okkur í hag og til þess að koma til móts við þarfir einstaklinga og samfélagsins. Kennari ræðir með nemendum hvort eitthvað fleira einkenni vinnuna, eins og t.d. ánægja í starfi og hvernig það getur haft áhrif á vinnuframlag starfsmannsins. Markmið Að nemendur uppgötvi á eigin spýtur hvaða þættir það eru sem lýsa best einkennum hvers starfs, með því að spyrja þriggja grundvallarspurninga. Verkefnalýsing Farið er yfir hvað eru nákvæmar og ónákvæmar spurningar. Leynistarfið : Kennari hefur valið eitt starfsheiti og nemendur eiga að finna út hvert starfið er með því að spurja spurninga. Inn í þetta fléttast umfjöllun um nákvæmar og ónákvæmar spurningar. Þrír nemendur skrifa á afmörkuðum stöðum á töfluna þær spurningar sem varpað er fram, eftir því sem kennarinn segir til um. Kennari þekkir flokkunina og veit að spurningar sem má flokka undir svæði 1 eru spurningar sem flokkast undir grundvallarspurninguna: Hvað er starfið? Á svæði 2: Hvers krefst starfið? Á svæði 3: Hvað gefur það af sér? Smátt og smátt átta nemendur sig á þessari flokkun. Eftir leikinn er farið yfir Töfraformúluna sem inniheldur grundvallarspurningarnar þrjár. Þar er nemendum gerð grein fyrir hvernig spurningarnar úr verkefninu um leynistarfið eru hluti af þessari formúlu. Farið er vel yfir efni kaflans, grundvallarspurningarnar þrjár, þær tvær hliðar sem einkenna hverja grundvallarspurningu og þær spurningar sem lýsa hverri hlið fyrir sig. Í næsta verkefni merkja nemendur við hvaða hliðar á grundvallarspurningunum þremur þeim finnst mikilvægar og hverjar ekki. Kennari útskýrir hvernig nemendur geta notað þetta verkfæri til að vega og meta hvaða eiginleikar þeim finnst mikilvægir fyrir sig þegar kemur að því að skoða framtíðastörf. Niðurstöður Hér eru nemendur fengnir til að fjalla um efni kaflans. Greiningaraðferðin byggist á því að spyrja þessara grundvallarspurninga sem þau hafa lært, um hvert starf fyrir sig. Starfalista má finna fremst í þessari vinnubók. En það er þó ekki tæmandi listi og er nemendum frjálst að nota aðra miðla eða upplýsingaveitur eins og t.d. vefsíðuna Næsta skref eða atvinnuauglýsingar. Einnig má skoða á internetinu flokkun Hagstofunnar á störfum á Íslandi: ÍSTARF95 . Þar má finna starfslýsingar og einnig starfalista í atriðisorðaskrá.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=