Margt er um að velja
Nemendablað Margt er um að velja | 40202 | 17 Verkefni Mikilvægi starfanna Hvað gerðist ef vöruflutningabílstjórar legðu niður störf í heilan mánuð? Það hefði gífurleg áhrif á margskonar starfsemi og framboð á vörum. Hugsum fyrst um skort á lífsnauðsynjum og svo um framleiðsluiðnaðinn sem gæti ekki komið vörum sínum á markað og þyrfti því að útvega geymslurými fyrir þær. En hvernig ætti þá að koma vörunum í geymslu? Meginreglan er sú að starfsmenn í hverri atvinnugrein leggja sitt af mörkum til velferðar samferðamanna sinna á einn eða annan hátt. Hvert starf er mikilvægt og framlag þess ómissandi. Skráið hér fyrir neðan hugsanlegar afleiðingar sem verkfall sorphreinsunarfólks gæti haft. Niðurstaða Tengsl mismunandi starfa Framlag starfsmanna í öllum starfsgreinum er mikilvægt til að framleiða vörur og veita þjónustu. Hvert starf er því nauðsynlegur þáttur í leit samfélagsins að lausnum á sameiginlegum eða einstaklingsbundnum vandamálum þess. Framlag hvers vinnandi manns byggir á hæfni og þeirri kunnáttu sem hann hefur aflað sér um tæki, vélar og fleira sem hann notar við vinnu sína. Öll störf eru mikilvæg því að hvert þeirra leggur sitt af mörkum til að móta umhverfið og leitast við að fullnægja einstaklingsbundnum og sameiginlegum þörfum okkar. Veldu eitt starfsheiti sem þér finnst áhugavert, eða starf sem fjölskyldumeðlimur starfar við: Nefndu nokkur starfsheiti sem tengjast þessu tiltekna starfi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=