Margt er um að velja
Nemendablað Margt er um að velja | 40202 | 16 3. MIKILVÆGI HVERS STARFS Framleiðsla á fiskafurðum til útflutnings er mjög flókin og er afrakstur vinnu fjölmargra einstaklinga sem vinna ólík störf. Þekking og hæfni þeirra gera þeim kleift að framleiða fiskafurðina í sameiningu. Fjöldi ólíkra starfa kemur við sögu við framleiðslu á flestum vörum og í þjónustu. Hvernig tengjast störfin? Við lok kaflans verð ég fær um að: Skilja mikilvægi hvers starfs í samfélaginu. Verkefni Störfin eru háð hvert öðru Stundum er erfitt að gera sér í hugarlund hve mörg aðgreind störf þarf til að framleiða það sem við leggjum okkur til munns á degi hverjum. Til að þið fáið nákvæmari hugmynd um það er hér saga af framleiðslu á einni brauðsneið. Ljúktu við þessa sögu með því að fylla í eyðurnar með viðeigandi starfsheitum á listanum. Bakari Bóndi Búfræðingur Efnafræðingur Grafískur hönnuður Markaðsfræðingur Rafvirki Starfsmenn vöruflutningsfyrirtækis Verkfræðingur _____________ (1) framleiðir brauðið. Hann notar ofn sem ___________ (2) hefur hannað. Ofninn gengur fyrir rafmagni. Því var það ___________ (3) sem lagði að honum raflagnir. Hveitið sem bakarinn notar er unnið úr korni. Kornið var uppskera ____________ (4) en _____________ (5) hafði ráðlagt honum að auka frjósemi lands síns með því að nota áburð sem ____________ (6) fundu upp. ______________(7) markaðsetur vöruna og ____________ (8) hannar merki og útlit umbúðanna. Að lokum flytja ______________ (9) brauðið í verslanir. Ein brauðsneið er því árangur af vinnu margra mismunandi starfa. Eru fleiri störf sem koma við sögu?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=