Margt er um að velja
Kennsluleiðbeiningar Margt er um að velja | 40202 | 15 3. MIKILVÆGI HVERS STARFS Nemendur halda áfram könnun sinni á heimi atvinnulífsins. Hér verður sýnt fram á að hver starfsmaður hafi mikilvægt hlutverk í framleiðslu- ferlinu. Framlag hvers starfsmanns er ómissandi til þess að breyta umhverfinu okkur í hag og til þess að koma til móts við þarfir einstaklinga og samfélagsins. Markmið Að nemendur átti sig á því hve háð störfin eru hvert öðru og að öll störf eru mikilvægt framlag í uppbyggingu samfélagsins. Verkefnalýsing Sagan um framleiðslu brauðsins fær nemendur til velta fyrir sér spurningunni um tengsl starfa og vakin er athygli á því að skipan samfélagsins gerir öll störf jafn mikilvæg, þrátt fyrir að fordómar kunni að vera fyrir ákveðnum störfum. Mikilvægt er að benda á að öll störf eru mikilvæg því að hvert þeirra leggur sitt af mörkum til að hagræða umhverfinu og leitast við að fullnægja einstaklingsbundnum og sameiginlegum þörfum okkar. Gerður er greinamunur á virðingu og mikilvægi en öll störf ættu að njóta sömu virðingar. Lausn (1) Bakari (6) Efnafræðingur (2) Verkfræðingur (7) Markaðsfræðingur (3) Rafvirki (8) Grafískur hönnuður (4) Bóndi (9) Starfsmenn vöruflutningafyrirtækis (5) Búfræðingur Dæmi um fleiri störf sem koma við sögu við framleiðslu brauðsins væru aðrir starfsmenn verksmiðjunnar þar sem brauðið er framleitt, heilbrigðiseftirlitið, verkfræðingar sem hannað hafa ýmsar vélar sem notaðar eru við framleiðsluna, starfsfólk sem afgreiðir brauðið í verslunum eða bakaríum o.s.frv. Niðurstöður Nemendur gera æfinguna Störfin eru háð hvert öðru og þar getur kennari kannað hvort börnin hafi skilið vel efnið sem var til umfjöllunar og náð því marki sem stefnt var að. Nemendur átta sig á að allt er samtengt: verkfæri, uppfinningar og framlag hvers starfsmanns og að saman mynda þessar einingar undirstöður atvinnulífsins.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=