Margt er um að velja

Nemendablað Margt er um að velja | 40202 | 14 Niðurstaða Áhrif uppfinninganna á skólakerfið Eftir því sem uppfinningum fjölgar og tækninni fleygir fram verður þróun hraðari í störfum. Hvert starf krefst sífellt meiri undirbúnings því að þekking og kunnátta verða að vera til staðar til að unnt sé að hafa vald á flóknum hugtökum eða tækjum. Breytingar í störfum sem rekja má til uppfinninga og nýrrar tækni hafa áhrif á skólakerfið. Skólarnir þurfa að miðla þekkingu og tækni sem er nauðsynleg undirstaða starfanna. Hvaða uppfinningar telur þú að hafi valdið mestum framförum í skólakerfinu síðastliðin 10 ár? Skrifaðu niður hugmynd að uppfinningu, vöru eða starfi sem þú gætir hugsað þér að framkvæma eða starfa við í framtíðinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=