Margt er um að velja

Nemendablað Margt er um að velja | 40202 | 13 2. VINNA OG UPPFINNINGAR Á eyðieyjunni varð ykkur ljóst að vinnan breytir lífi fólks og einnig hvernig hægt er að breyta umhverfinu til þess að gera það lífvænlegt fyrir sjálfan sig og fólkið í kringum sig. Hvað rak manninn í upphafi til að finna upp verkfæri? Hvers vegna er hann alltaf að þróa og betrumbæta verkfæri sín? Hvað með fólk sem býr til starf út frá áhugamálum eða listsköpun sinni? Við lok kaflans verð ég fær um að: Greina frá áhrifum uppfinninga á atvinnuþróun. Verkefni Uppfinningar, frumkvöðlar og nýsköpun: óendanlegir möguleikar? Í rás sögunnar hefur maðurinn fundið úrlausnir á vandamálum sínum með því að finna upp ný verkfæri og vélar. Nýjar hugmyndir og hnattvæðing hafa einnig haft mikil áhrif á að þróa nýjar uppfinningar og ný atvinnutækifæri. Ef við rekjum þátt nýrra verkfæra og véla í sögu sjávarútvegs á Íslandi sjáum við fljótt að ný og betri skip og ný tækni í fiskvinnslu hefur gjörbreytt þjóðfélagsháttum hér á landi. Á síðastliðnum árum hafa einnig sprottið upp fyrirtæki á Íslandi sem hafa farið í útrás erlendis. Þekkir þú til verka íslenskra uppfinningamanna? Hvað með íslenskar vörur eða fyrirtæki sem hafa notið velgengni erlendis? Nefndu nokkur þeirra og skrifaðu í línurnar hér fyrir neðan. Hvort heldur þú að uppfinning eða stofnun fyrirtækis/vöru byggi á hugdettu eða langri rannsóknarvinnu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=