Margt er um að velja

Nemendablað Margt er um að velja | 40202 | 11 Niðurstaða Þarfir einstaklingsins og samfélagsins Dæmið um lífið á eyðieyjunni hjálpar ykkur að skilja hve þarfir okkar eru margar, bæði einstaklingsþarfir og þarfir sem tengjast því að við lifum í samfélagi við aðra. Dýrin hafa lært að laga sig að umhverfinu en manninum hefur tekist að breyta umhverfinu sér í hag, t.d. með því að búa til nýtanlega hluti úr hráefni sem hann finnur. Hvernig hafa hlutirnir í skólastofunni þinni orðið til? Hvaða þarfir liggja þar að baki? Finnst þér lífið á eyðieyjunni endurspegli á einhvern hátt nútímaþjóðfélag? Nefndu dæmi: Það er okkur sameiginlegt að mynda samstöðu með öðrum í samfélaginu og því leggjum við okkar skerf á sameiginlegt „borð“ samfélagsins og fullnægjum þörfum okkar sem einstaklingar og þjóðfélagsþegnar. En maðurinn vinnur ekki af þeirri ástæðu einni að hann þarf að afla sér viðurværis. Hugtakið athafnaþrá vísar til þess að það er manninum eiginlegt að hafa ánægju af vel unnu verki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=