Margt er um að velja

Nemendablað Margt er um að velja | 40202 | 10 1. HVAÐ ER VINNA? Í öllum samfélögum er vinnandi fólk. En hvers vegna vinnur það? Hvað hvetur fólk til að framleiða fyrir sig og samfélagið? Við lok kaflans verð ég fær um að: Skilja að þarfir einstaklingsins og samfélagsins eru uppspretta vinnunnar. Ævintýri á eyðieyju Ímyndið ykkur að þið séuð á siglingu í Suðurhöfum og skipið strandi á eyðieyju. Setjið ykkur í þau spor að ykkur hafi öllum skolað á land heilu og höldnu en sá möguleiki sé fyrir hendi að það líði margar vikur eða jafnvel mánuðir þangað til þið finnist. Ef þið eigið að lifa af þurfið þið að koma skipulagi á það sem gera þarf. Verkefni Þarfir skráðar Hugsaðu um hvaða þarfir við höfum í daglegu lífi, bæði sem einstaklingar og sem hópur. Dæmi um þarfir geta verið þörf fyrir fæðu, húsaskjól og að halda uppi lögum og reglu. Gerðu lista yfir þarfir hópsins og einstaklinganna sem verður að sinna og ræddu með samnemendum og kennara:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=