Margföld vandræði - Margföldun

Það sem skiptir máli Til þess að styðja við og auka lestrar- og stærðfræðiþekkingu barnsins er gott að: LESA SAMAN • Lesið titilinn. Talið um hluti sem hægt er að „stafla“ og hvers vegna það gæti valdið vandræðum. Fáið barnið til að spá um framhald sögunnar. • Talið um húsverkin sem barnið vinnur. Hvaða húsverk vinna aðrir í fjölskyldunni? Hvaða verk virðast auðveld? Hvaða verk virðast erfið? Ræðið hvernig vélar, svo sem uppþvottavélar, auðvelda fólki verkin. • Athugið hvort barnið skilur það sem verið er að lesa. Hvers vegna ákveður Maggi til dæmis á bls. 12 að fá sér ekki safa? Hvetjið barnið til að finna í sögunni fleiri dæmi þess að Maggi reyni að óhreinka sem fæsta hluti. • Biðjið barnið að spá fyrir um hvað Maggi muni gera næst (eftir bls. 23). Hafði barnið rétt fyrir sér (eftir bls. 25)? • Hvernig hefði Maggi getað sinnt verkefni sínu án þess að bíða fram á síðustu stundu? Ræðið hvaða aðrar leiðir hefðu getað sparað tíma eða gert hann ánægðari með frammistöðu sína. • Talið við barnið um hvað það telji að Maggi hafi lært af þessari reynslu (eftir bls. 31). FINNA TENGSL VIÐ STÆRÐFRÆÐINA • Á meðan sagan er lesin, hvetjið barnið til að fara yfir margföldunina hans Magga með því að telja (eða leggja saman) fjölda hluta á myndunum. • Hjálpið barninu að reikna út hve marga hluti Maggi átti eftir að þvo upp (eftir bls. 29). • Notið bls. 32 til að fara yfir leiðir við margföldun. Hjálpið barninu að tengja þær við aðferðirnar sem Maggi notar. BEITA STÆRÐFRÆÐIHUGTÖKUM • Fáið barnið til að nota samlagningu og margföldun til að reikna út hversu mikið leirtau er notað heima hjá því við kvöldmatarborðið. (Þið gætuð stuðst við aðferðir sem lýst er á bls. 32. Meðal annars: hoppa á talnalínu, endurtaka samlagningu, finna mynstur o.s.frv.) • Hjálpið barninu að nota margföldun til að reikna út hve marga sokka (eða sokkapör) það notar á dag, viku, mánuði, jafnvel ári. • Skráið með barninu hvenær gagnlegt er að margfalda. Til dæmis til að ákveða hve margar kexkökur þarf fyrir vinahópinn sem hittist eftir skóla. • Reiknið út hve margar brauðsneiðar þarf til að búa til samlokur í nesti fyrir barnið í viku, mánuð og ár.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=