Previous Page  9 / 172 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 9 / 172 Next Page
Page Background

7

MANNSLÍKAMINN

Frumuhimna

Frumuhimnan umlykur frumuna. Hún verndar

innihald frumunnar og er tengiliður hennar

við umhverfið. Himnan hleypir inn efnum

sem fruman þarf á að halda og losar

frumuna við það sem hún þarf að

losna við.

Umfrymi

Umfrymið er seigfljótandi vökvi sem

er gerður meðal annars úr vatni,

steinefnum og prótínum.

Hvatberi

Fruman þarf orku til þess

að geta lifað. Í frumunni

eru því sérstök orkuver

þar sem bruninn fer

fram. Orkuverin kallast

hvatberar.

Frumukjarni

Frumukjarninn stýrir langflestum

störfum frumunnar og hann

er því stjórnstöð hennar. Þar

er erfðaefnið. Það ákvarðar

hvaða efni fruman býr til

og hvernig hún starfar.

Prótínverksmiðjur

Erfðaefnið í frumukjarnanum gefur

fyrirmæli til„verksmiðja“ frumunnar um

að framleiða ýmiss konar prótín. Prótínin

gegna margvíslegum hlutverkum og eru

meðal annars byggingarefni í frumunum.

Prótínverksmiðjurnar kallast netkorn

(ríbósóm) og eru hér í frymisnetinu.

Leysikorn

Leysikornin eru nokkurs konar

hreinsistöðvar frumunnar.

Í leysikornunum er tekið við

úrgangsefnum frumunnar sem

er síðan veitt út úr henni.