Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

96 Horft í fjarska Slakur vöðvi Horft nálægt Spenntur vöðvi sjónin – ljósnæmt ... Sjónin – ljósnæmt skilningarvit Skynfrumur eru flestar í auganu Flest skynboð berast okkur um augun. Í augunum eru um það bil 250 milljónir sjónskynfrumna . Þær eru um tveir þriðju af öllum skynfrumum líkamans. Þegar ljós fellur á skynfrumur augnanna berast taugaboð frá þeim til heilans. Þegar ljós berst frá hlut og fellur á gagnsæja glæruna brotna ljós­ geislarnir svolítið og fara svo gegnum sjáaldrið og inn í augað. Vöðvar stjórna stærð sjáaldursins. Í rökkri er sjáaldrið stórt til þess að hleypa sem mestu ljósi inn í augað. Í mikilli birtu er það lítið til þess að varna því að við fáum glýju af ofbirtu. Stærð sjáaldursins ræðst líka af hugar­ ástandi, það stækkar til dæmis við reiði eða ótta og við kynferðislegan áhuga og ýmis lyf geta líka haft áhrif á stærð þess. Við grátum eiginlega stöðugt en bara pínulítið, nóg til þess að halda glærunni rakri. Tárin myndast í tárakirtlum undir augnlokunum. Þegar við blikkum augunum dreifist vökvinn yfir augað og safnast svo í táragöngin og berst niður í nefholið. 5.5 Innan við glæru augans er augnvökvinn og augasteinninn. Augasteinninn brýtur ljósið Þegar ljósið hefur farið inn um sjáaldrið fer það gegnum glæran auga- steininn . Hann getur breytt lögun sinni með hjálp vöðva sem tengist honum. Það veldur því að ljósið brotnar mismikið eftir því sem þörf er á. Þegar vöðvinn er slakur verður augasteinninn flatur og þá sjáum við vel frá okkur. Þegar vöðvinn dregst saman verður augasteinninn kúptari og við sjáum vel hluti sem eru nálægt okkur. Sjóntaug Glæra Sjáaldur Lithimna Augnvökvi Augasteinn Vöðvi Glerhlaup Hvíta Æða Sjóna Miðgróf Blindblettur Eftir að ljósið frá fjöðrinni brotnar í glæru og augasteini fellur myndin á hvolfi á sjón­ himnunni. Sjónsvæði heilans snýr myndinni aftur við.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=