Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
95 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM Skynfæri greina breytingar Í húðinni eru margar og mismunandi skynfrumur sem bregðast við hita, kulda, snertingu, þrýstingi og sársauka. Þær eru skynfæri húðarinnar og greina auðveldlega breytingar í umhverfinu. Þær senda taugaboð til svæðisins í heila þar sem líkamsskynið hefur aðsetur. Ef okkur er til dæmis heitt og við förum út þegar kalt er taka skynfærin fyrir kulda við sér. Ef við erum úti í kulda og förum inn í hita virkjast skynfærin fyrir hita . Eftir því sem fleiri skynfæri verða virk þeimmun sterkar skynjum við áreitið. Þetta veldur því að bað vatnið getur verkað allt of heitt þegar við leggjumst í baðkarið þótt vatnið hafi virst hæfilega heitt þegar við könnuðum hitann bara með hendinni. Skynfærin fyrir snertingu eru mjög þétt á þeim svæðum sem húðin er sérstaklega næm. Næmustu svæði líkamans eru fingurgómarnir, varirnar, lófar og iljar og kynfærin. Þegar blindraletur er lesið nýta menn sér næmi fingurgómanna. Í húðinni eru sérhæfðar skynfrumur sem greina sársauka, hita, kulda, snertingu og þrýsting. 1 Hvar er aðsetur lyktarskynsins? 2 Hversu margar eru bragðgerðirnar sem við skynjum? 3 Hvar á líkamanum eru skynfæri snertingar flest? 4 Hvers vegna finnum við lítið bragð af matnum þegar við erum kvefuð? 5 Teiknaðu helstu skynfæri húðar og gerðu grein fyrir þeim. 6 Skýrðu með dæmum þá fullyrðingu að skynfæri húðar greini breytingar í umhverfinu. 7 Við greinum bara fimmmismunandi grunngerðir bragðs. Hvernig stendur þá á því að matur getur kallað fram svo dýrlega og flókna upplifun? 8 Hvað ræður því hversu sterkt við skynjum til dæmis breytingu á hitastigi? Árið 2004 fengu Bandaríkjamennirnir Richard Axel og Linda Buck Nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir uppgötvanir sínar um starfsemi lyktarskynsins. Gerðu nánari grein fyrir rannsóknaniðurstöðum þeirra. Sársauki Snerting Kuldi Hiti Þrýstingur SJÁLFSPRÓF ÚR 5.4
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=