Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
94 lykt, bragð og ... 5.4 Hvort okkur þykir matur góður ræðst ekki bara af bragðinu heldur líka af lyktinni, útlitinu, hita stiginu og því hvernig það er að bíta í hann. Lykt, bragð og tilfinning Efnaskynjun okkar Lykt og bragð eru ævaforn skilningarvit sem komu snemma fram í þró un dýra. Þessi skilningarvit eru bæði efnafræðileg að eðli. Það merkir að skynfrumurnar greina sameindir í lofti eða í vökva. Þegar lyktar- eða bragðskynfruma hittir fyrir „rétta tegund“ af sameind sendir fruman taugaboð til heilans. Milljónir lyktarskynfrumna Menn hafa milljónir lyktarskynfrumna og geta greint meira en 10.000 mismunandi tegundir af lykt. Engu að síður er lyktarskyn okkar miklu síður þroskað en hjá mörgum öðrum dýrum. Hundur hefur til dæmis fjörutíu sinnum fleiri lyktarskynfrumur en við. Lyktarskynfrumurnar eru í efri hluta nefholsins . Þær greina nýja lykt auðveldlega, en „þreytast“ ef þær greina sömu lyktina mjög lengi – þær aðlagast henni. Að lokum hætta þær að bregðast við henni. Lykt tengist minninu mjög sterklega. Þegar við finnum til tekna lykt geta löngu liðnir atburðir rifjast upp. Lykt hefur líka mikla þýðingu í tengslum við kynlíf og ræður miklu um það hvort tveir einstaklingar laðast ómeðvitað hvor að öðrum. Fimmmismunandi gerðir bragðs Bragðskynfrumur okkar eru á tungunni í svokölluðum bragðlaukum . Fjórar grunngerðir bragðsins eru sætt , súrt , salt og beiskt . Fyrir nokkru varð ljóst að á tungunni finnast bragðskynfrumur af fimmtu gerðinni. Þessar frumur skynja bragð sem minnir á kjötkraft og þessi bragð gerð hefur verið kölluð bragðfylling eða einfaldlega fimmta bragðið . Á erlendum málum kallast þessi bragðgerð umami , sem er japanska og merkir gómsætur eða ljúffengur. Mismunandi gerðir bragðlauka eru hver á sínum stað á tungunni. Þegar við borðum blandast bragð af mismunandi gerðum saman við lyktina af matnum og þetta rennur allt saman í eina heild. Ef við erum stífluð í nefinu finnum við oft ekki mikið bragð af matnum. Það stafar af því að lyktarefnin ná ekki til lyktarskynfrumnanna í nefholinu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=