Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

93 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM Slag Slag eða heilablóðfall er algengast hjá öldruðu fólki og stafar annaðhvort af því að blóðtappi stíflar æð í heila eða æð í heila opnast og það blæðir inn í heilavefinn. Við þetta verður sá hluti heilavefjarins, sem er næstur æðinni, fyrir súrefnisskorti og frumurnar deyja þar. Afleiðingarnar ráðast af því hvaða hluti heilans skemmist. Ef skemmdin verður á hreyfisvæðinu getur afleiðingin orðið lömun í öðrum helmingi líkamans og ef hún verður á mikil­ vægum málsvæðum á sjúklingurinn erfitt um mál. Þeir sem fá slag geta oft fengið talsverða bót meina sinna með sjúkraþjálfun og annarri þjálfun og náð að endurheimta að minnsta kosti hluta af fyrri getu. Á Íslandi fá um 600 manns slag á hverju ári. Langflestir eru eldri en 65 ára. Mænuskaði Þeir sem lenda í alvarlegu slysi geta orðið fyrir því að hryggurinn og mænan skaddast þannig að taugabrautir rofna . Þá getur fólk misst alla tilfinningu og hreyfigetu í þeim hlutum líkamans sem sködduðu tauga­ brautirnar náðu til áður. Ef skaðinn verður neðarlega í mænu getur fólk lamast á fótum. Ef hann verður ofarlega í mænu getur fólk lamast bæði á höndum og fótum og misst tilfinninguna í stórum hluta líkamans. Við getum orðið fyrir slíkum áverka, til dæmis ef við stingum okkur til sunds í grunna sundlaug. Vísindamenn binda vonir við að í fram­ tíðinni verði hægt að láta skaddaðar taugabrautir vaxa saman á ný. 1 Hvaða aðferðir eru notaðar til þess að rannsaka heilann og aðra hluta taugakerfisins? 2 Hverjar eru helstu orsakir höfuðverkjar? 3 Hvað er a) lesblinda, b) athyglisbrestur og ofvirkni? 4 Hvernig er alvarlegt þunglyndi meðhöndlað? 5 Hvaða afleiðingar getur skaði á mænu haft? 6 Útskýrðu orsakir slags (heilablóðfalls). 7 Hvað getur orsakað heilalömun? 8 Hvað merkir það að maður sé heiladáinn? Geðklofi er sjúkdómur sem leggst á um það bil 1% fólks. Aflaðu þér upplýsinga um þennan sjúkdóm og aðra geðsjúkdóma. Hvernig eru þeir meðhöndlaðir? Hvíti bletturinn sýnir skemmd vegna blæðingar í hægra heilahveli. SJÁLFSPRÓF ÚR 5.3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=