Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

92 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM Lesblinda, athyglisbrestur og ofvirkni og flogaveiki Talið er að um tíu prósent fólks eigi við einhvers konar les­ blindu að stríða. Hún lýsir sér þannig að fólk á í erfiðleikum með að stafa og lesa orð, en lesskilningur getur verið góður. Lesblinda (dyslexía) er að talsverðu leyti arfgeng og er ekki á nokkurn hátt tengd greindarskorti – margir mjög greindir ein­ staklingar eru lesblindir. Athyglisbrestur og ofvirkni hjá börnum lýsir sér með óþolin­ mæði þannig að þau eiga mjög erfitt með að vera kyrr og ein­ beita sér. Þetta lagast oft þegar þau komast á unglingsaldur. Nú geta læknar meðhöndlað þessa kvilla hjá börnum með lyfjum sem draga úr einkennunum. Flogaveiki stafar af því að tilteknar taugafrumur í heilan­ um verða skyndilega óeðlilega virkar. Þessu má einna helst líkja við skammhlaup í heilanum og þetta getur lýst sér með meðvitundarleysi og vöðvakrömpum í nokkrar mínútur. Þetta hljómar ekki vel en er yfirleitt hættulaust. Til eru lyf við flogaveiki sem draga úr hættu á kasti. Athyglisbrestur og ofvirkni kemur oft fram í því að börn eiga erfitt með að vera kyrr og einbeita sér. Margir aldraðir fá heilabilun. Þunglyndi Allir vita hvernig það er að vera svolítið niðurdreginn og leiður. En alvarlegt þunglyndi er miklu þungbærara og hefur í för með sér að fólk kemur litlu eða engu í verk og fyllist vonleysi og þeirri hugsun að allt sé tilgangslaust. Þunglyndi getur brotist fram án þess að nokkuð hafi gerst sem skýri hvers vegna líðanin verður svona. Talið er að orsökin geti verið skortur á tilteknum boðefnum í heila. Lækning felst einkum í lyfjagjöf, en stundum þarf fólk líka að tala um vanda sinn í samtalsmeðferð. Heilabilun Heilabilun er algeng hjá gömlu fólki. Orsökin er sú að óeðlilega margar taugafrumur deyja í heilanum. Minni fólks versnar þá og það á erfitt með að rata um og persónuleik­ inn breytist. Alzheimer-sjúkdómur er algengasta tegund heila­ bilunar. Ekki er til lækning við honum, en til eru lyf sem geta dregið úr einkennum og hægt á framgangi sjúkdómsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=