Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
91 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM Höfuðverkur og heilahristingur Höfuðverkur er yfirleitt ekki hættulegur og stafar sjaldnast af sjúkdómi í heila. Spennu höfuðverkur getur stafað af streitu sem verður til þess að of mikil spenna verður í vöðvum í hálsi og hnakka. Mígreni er mjög ákafur höfuðverkur sem kemur í köstum og honum fylgir oft ógleði. Talið er að hann stafi meðal annars af því að æðar í heilanum víkka. Til eru lyf sem slá vel á einkenni mígrenis hjá mörgum. Ef við fáum þungt höfuðhögg og missum meðvitund um stund, höfum við fengið heila- hristing . Þá getur okkur orðið óglatt og við köstum kannski upp og munum ekki eftir því sem gerðist þegar við fengum höggið. Minni háttar heilahristingur veldur ekki varanlegum skaða en mikil höfuðhögg geta hins vegar valdið alvar legum heilaskaða. Heilahimnubólga Ef bakteríur eða veirur ráðast á himnurnar sem umlykja heilann getum við fengið heilahimnubólgu. Slík bólga af völdum baktería er hættu legri en ef veirur valda henni. Heilahimnubólga lýsir sér með miklum höfuðverk, háum hita, uppköstum og stirðleika í hálsi og hnakka. Brýnt er að komast strax til læknis og fá pensilín eða annað sýklalyf gegn bakteríunni ef grunur vaknar um heilahimnubólgu. Hnefaleikari fær alltaf heilahristing ef hann missir meðvitund um stund eftir að hafa fengið högg frá andstæðingnum. Heilalömun og MS-sjúkdómur Heilalömun er heilaskaði sem kemur fram á fósturstigi, í fæðingu eða á fyrsta árinu. Skaðinn getur meðal annars stafað af erfiðleikum í fæðingu eða af sýkingu á meðgöngu. Heilalömun lýsir sér stundummeð lömun, rykkjóttum hreyfingum og erfiðleikum við að tala. Flest fólk með heilalömun hefur eðlilega greind, þótt það eigi erfitt með að tjá sig. MS-sjúkdómur (líka kallaður mýlisskaði eða mænusigg) stafar af því að fitulagið, sem einangrar taugafrumur í heila og mænu, hefur skemmst (sjá mynd). Það er ónæmiskerfi líkamans sem ræðst óvart á fitulag frumnanna og veldur því að taugaboðin berast ekki eðlilega. Það getur valdið því að skynjun breytist og fólk getur lamast og á erfitt með gang. Margir fá væga mynd sjúkdómsins og geta lifað nokkurn veginn eðlilegu lífi. Nú eru til lyf sem geta dregið úr einkennum sjúkdómsins. ÍTAREFNI
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=