Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
87 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM Hvað er greind og sköpunargáfa? Með greind er yfirleitt átt við skilning, hæfileika og getu til þess að leysa viðfangsefni. Greind er stundum skipt í málagreind, stærðfræðigreind og rökfræðilega greind. En greind má líka flokka á annan hátt. Til dæmis er stundum talað um tilfinningagreind . Hún snýst einkum um félagslega hæfni, til dæmis hæfnina til þess að geta fundið til með öðrum. Loks má nefna sköpunargreind, sem er hæfileikinn til að finna upp, skapa og búa til nýja hluti. Greind og hæfni til sköpunar ráðast af genum okkar, uppvexti og því hvernig við þjálfum heilann. Stærð heilans skiptir ekki miklu máli heldur tenging ar milli heilafrumnanna og samstarf þeirra. Hvað gerist þegar við sofum? Virkni heilans minnkar þegar við sofum þannig að hann endurnærist og hvílist. Svefninn skiptist í tvö meginstig: draumsvefn (kallast líka bliksvefn) og djúp- svefn . Í draumsvefninum öndum við hratt, blóðþrýst ingur hækkar, hjartað slær hraðar og augun hreyfast mjög hratt undir augnlokunum. Líkaminn er alls ekki aðgerðalaus þótt við sofum. Í svefni hreyfum við okkur um það bil 30 sinnum á nóttu og stundum fáum við vöðvakippi. Sumir tala í svefni og fólk gengur jafnvel í svefni. Í greindarprófi er látið reyna á rökhugsun og getuna til þess að skynja mismunandi form. Myndin sýnir atriði úr greindarprófi fyrir ung börn. Á hverri nóttu förum við gegnum um það bil fimm svefnlotur. Hver lota skiptist í djúpsvefn sem er brotinn upp með stuttum draumsvefni (táknaður með rauðu á myndinni). 1 Hversu margar eru taugafrumurnar í heilanum um það bil? 2 Hvað er það sem verndar heilann? 3 Hvert er hlutverk hvelatengslanna? 4 Hvað kallast þær taugar sem a) bera boð til heilans og b) bera boð frá heilanum? 5 Lýstu hlutverkum a) stóra heila, b) litla heila og c) heilastofns. 6 Hvað er starfssvæði í heila? 7 Lýstu því sem gerist í einföldu mænuviðbragði. 8 Lýstu mismunandi tegundumminnis. 9 Gerðu grein fyrir virkni heilans þegar við sofum. Hvers vegna taka líkamshlutarnir mismikið rými á hreyfisvæðinu? Klukkustundir svefns Vaka Draumsvefn Djúpsvefn (stig 1–4) 1 2 3 4 1 2 3 4 5 6 7 8 SJÁLFSPRÓF ÚR 5.2 10
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=