Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
86 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM Hvernig munum við hluti? Við munum hluti vegna þess að heilinn getur lagt þá á minnið með því að búa til sérstakar tengingar milli taugafrumna. Minnið er dreift um allan heilann og byggist á því að tengingum, taugamótunum, er breytt milli taugafrumnanna. Við höfum mismunandi gerðir af minni. Í skammtíma- minninu geymum við það sem við hugsum um hverju sinni. Í langtímaminninu geymum við á hinn bóginn atburði, svo sem um það með hverjum við fórum í bíó í síðustu viku eða það sem gerðist á síðasta afmælisdeginum. Í langtímaminn inu er tungumálið líka geymt og öll önnur þekking sem við búum yfir og höfum lært. Hjá þeim sem ánetjast fíkniefnum gegnir minnið í löngunar- og umbunarstöðvum heilans miklu hlutverki. Þegar taugafrumurnar þar bregðast til dæmis við nikótíni eða áfengi getur það skapað minni sem veldur því að heilinn vill fá meira af efninu. Þannig getur fólk orðið háð fíkniefnum. Taugafrumur mynda þétt net tenginga í heil anum. Minnið byggist á því að tengingar tauga frumnanna í heilanum breytast. „Hvað er símanúmerið þitt?“ Bekkjarfélagi þinn, sem situr fyrir framan þig, snýr sér að þér og hvíslar: „Hvað er símanúmerið þitt?“ Hvað gerist þá í heilanum hjá þér? Þegar félaginn byrjar að snúa sér sjá augu þín það og senda taugaboð eftir sjóntauginni (1) til sjónsvæðisins (2) í heilanum. Taugaboðin berast svo áfram og eru túlkuð þannig að þú veist að félaginn ætlar að segja eitthvað. Hreyfisvæðið (3) stjórnar augnvöðvunum þannig að þú horfir á félagann. Um leið taka aðrar taugafrumur í heilanum til við að sía frá önnur hljóð sem eru ekki mikilvæg þá stundina. Skynfrumur í eyranu greina nú hvíslið. Taugaboðin berast eftir heyrnar tauginni til heyrnarsvæðisins (4) og áfram til svæðis málskilnings (5) þar sem hljóðin eru þýdd yfir í orð með skýrri merkingu. Margar stöðvar í báðum heilahvelunum eiga þátt í því að gera hljóðin að skiljanlegu máli. Þegar þú hefur skilið spurninguna og ætlar að skrifa niður símanúmerið þitt virkjast minnisstöðvarnar þar sem númerið er geymt. Það er„dregið fram“ þannig að þú hugsar meðvitað um það. Hreyfisvæðið (6) sendir boð til vöðva í höndunum um að skrifa númerið á blað. Meðan þú skrifar samhæfir litli heili hreyfingarnar þannig að tölurnar verða skýrar og greinilegar. Síðan senda aðrar taugafrumur á hreyfisvæðinu (6) boð til vöðva í höndum og handleggjum að rétta miðann til félagans. Um leið gætu borist boð frá málstöðinni (7) þannig að þú segir:„Hérna er það!“ 1 2 3 4 5 6 7 ÍTAREFNI
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=