Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

85 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM Taugarnar tengjast í mænu Mænan er um það bil 45 sentimetra langur streng­ ur sem liggur inni í holrúmi í hryggjarliðunum. Taugaboðin kvíslast í mænunni áður en þau berast upp til heilans eða fara aftur út til líkamans. En mænan er ekki bara tengibraut fyrir tauga­ boð til heilans og frá honum. Hér verður líka hrað- tenging taugabrauta í svokölluðum taugaviðbrögð­ um. Einfalt mænuviðbragð – hraðtenging í mænu Mænuviðbragð er það þegar skyntaugar sem koma inn í mænuna tengjast beint við hreyfitaugar til vöðvanna. Boðin berast stystu leið til vöðvans án þess að fara fyrst til heilans. Sársaukaviðbragðið er ein tegund mænuvið­ bragða. Ef þú rekur fótinn til dæmis illilega í eitt­ hvað oddhvasst rykkir þú fætinum strax til baka án þess að hugsa um það. Skýringin er sú að skynfæri í fætinum senda boð til mænunnar eftir skyntauga­ frumum. Þar vekja þau boð í hreyfitaugafrumum sem flytja boð til vöðva í fætinum sem kippa honum frá því sem olli sársaukanum. Viðbragðið allt tekur bara örfá sekúndubrot. Um leið og taugaboðin berast til vöðvans vekja þau líka boð í taugafrumum í mænunni sem liggja upp til heilans . Heilinn veit ekki af því fyrr en boðin berast honum að þú hafir meitt þig í fætinum en þá hefur þú þegar rykkt honum frá. Meðfædd og lærð taugaviðbrögð Sársaukaviðbragðið er meðfætt viðbragð. Margt af því sem við gerum dagsdaglega eru hins vegar lærð taugaviðbrögð. Þegar við göngum eða hjólum þurfum við ekki að hugsa um hverja hreyfingu líkamans. Taugakerfið og vöðv­ arnir hafa lært að framkvæma þessar hreyfingar ósjálfrátt vegna þess að þær eru orðnar lærð tauga­ viðbrögð. 6 Skyntaugabraut til heila 1 Skynfæri í húð 2 Skyntaugabraut (flytur t.d. sársaukaboð) 3 Hraðtenging í mænu 4 Hreyfitaugabraut (flytur hreyfiboð) 5 Vöðvi Þverskurður af mænu í hryggjarlið Við sársaukaviðbragð verður hrað­ tenging taugaboða í mænunni yfir til vöðva, áður en heilinn fær boð um sársaukann. Sogviðbragðið er meðfætt taugaviðbragð sem veldur því að ungbarn getur sogið brjóst móður sinnar án þess að þurfa að læra það sérstaklega.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=