Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

84 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM Hreyfisvæði í heilaberkinum Hryggur Fótleggur Fótur Tær Handleggur Hönd Fingur Augu Varir Kjálki Tunga Kok ENNISBLAÐ HVIRFILBLAÐ GAGNAUGABLAÐ HNAKKABLAÐ Málsvæði Hreyfisvæði Svæði líkamsskyns Svæði málskilnings Heyrnarsvæði Sjónsvæði Jafnvægi Starfssvæði heilans Heilabörkurinn skiptist í svæði og á hverju svæði fer fram sérstök starfsemi. Hreyfisvæðið stjórnar til dæmis hreyfingum okkar og sjónsvæðið tekur við taugaboðum frá augunum. Starfssvæði heilans hafa engin skýr mörk og því starfa taugafrumur í hinum ýmsu hlutum heilans ávallt saman. Hver taugafruma í heilanum getur haft þúsundir tenginga við aðrar taugafrumur. Skynboð og hreyfiboð Stöðugur straumur taugaboða er til hvers starfs­ svæðis í heilanum og frá því. Þær taugar, sem flytja boð til heilans, kallast skyntaugar. Þær flytja boðin frá skynfærunum og til sjónsvæðis, heyrnarsvæðis eða annarra starfssvæða heilans. Þar er unnið úr taugaboðunum og þá fyrst verðum við meðvituð um það sem við sjáum, heyrum eða skynjum með öðrum skynfærum. Taugar, sem flytja boð frá heilanum eru hreyfi- taugar . Eftir þeim berast boð, til dæmis frá hreyfi­ svæðinu, og þau boð stjórna öllum hreyfingum okkar. Líkamshlutarnir taka mismikið rými á hreyfisvæðinu Hver líkamshluti á sér misstórt svæði á hreyfisvæði heilabarkarins. Stærð svæðanna endurspeglar nákvæmni hreyfinga. Hreyfingar tungu og vara þegar við tölum eru til dæmis mjög flóknar. Það sama á við um fingurna; þar eru hreyfingarnar fíngerðar og mjög nákvæmar. Til að stjórna svona hreyfingum þarf margar taugafrumur og að sama skapi mikið rými á hreyfisvæðinu. Færri taugafrumur þarf við einfaldar hreyfingar á borð við það að lyfta handlegg. Þær taka því lítið rými á hreyfisvæðinu. Þegar við tölum eða skrifum notum við miklu fleiri taugafrumur en þegar við lyftum handleggnum. Á myndinni eru líkamshlutarnir sýndir í réttu hlutfalli við það rými sem þarf til að stjórna þeim á hreyfisvæði heilabarkarins. Stóri heilinn skiptist í fjögur heilablöð. Í heilaberkinum eru líka mismunandi starfs­ svæði, til dæmis fyrir mál, heyrn og hreyfingu. ÍTAREFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=