Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

83 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM Stóri heilinn skráir og stjórnar Heilinn skiptist í stóra heila (hjarna), litla heila (hnykil) og heilastofn . Ysti hluti stóra heilans heitir heila- börkur og er aðeins tveir til fjórir millimetrar á þykkt. Þar eru saman komnir allir frumubolir taugafrumnanna. Innri hluti stóra heilans er að mestu leyti úr taugasímum og kallast heilahvíta . Það sem gerir manninn svo sérstakan meðal dýra er heilabörkurinn sem er svo miklu þrosk­ aðri í honum en nokkru öðru dýri. Taugafrumurnar í heilaberkinum valda því að við getum hugsað, lagt hluti á minnið og verið meðvituð um allt sem við sjáum og heyrum. Þær stjórna öllu sem við gerum meðvitað, svo sem tali okkar og hreyfingum. Stóri heilinn skiptist í hægra og vinstra heilahvel . Hvelin tvö hafa svo­ lítið ólík hlutverk en starfa mjög náið saman og tengjast með hvelatengslum . Um 200 milljónir taugaþráða mynda hvelatengslin og á hverri sekúndu fara margir milljarðar taugaboða milli heilahvelanna tveggja. Litli heili og heilastofn Litli heili , sem kallast líka hnykill, er aftasti hluti heilans. Hann stjórnar jafnvægi okkar og á ríkan þátt í að samhæfa allar vöðvahreyfingar þannig að þær verði mjúkar, nákvæmar og samstilltar. Neðsti hluti heilans heitir heilastofn . Um hann liggja taugabrautir sem tengja heila og mænu . Í heilastofninum eru stöðvar sem stjórna margvíslegri, ósjálfráðri starfsemi líkamans, svo sem öndun, líkamshita og blóðþrýstingi. Heilastofninn stjórnar líka svefni og vöku. Allir milljarðar heilafrumnanna komast fyrir í heilaberkinum vegna þess að hann er alsettur fellingum og á milli þeirra eru djúpar skorur. Þetta veldur því að yfirborð hans verður stórt, um 2400 fersentimetrar eða um fjórðungur úr fermetra. Höfuðkúpubein Heilahimnur Stóri heili (hjarni) Mæna Heilastofn Litli heili (hnykill) Hægra heila­ hvel Vinstra heila­ hvel Hvelatengsl Heilinn séður framan frá (vinstri mynd) og frá hlið (hægri mynd).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=