Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

82 heilinn er móttakari ... 5.2 Þú ert heilinn Í heilanum býr meðvitund þín og sjálfsvitundin, þitt eigið sjálf. Þar er aðsetur hugsana, tilfinninga og minnis. Persónuleiki hvers manns byggist á samstarfi yfir hundrað milljarða taugafrumna heilans. Þú ert í rauninni heilinn eða heilinn er þú! Höfuðkúpubeinin vernda heilann vel. Hann er líka umlukinn þremur heilahimnum og vökva sem er nokkurs konar dempari og er aukaleg vörn fyrir heilann. Heilinn þarf mikið blóð Heilinn þarf stöðugt mikið súrefni og mikinn glúkósa til starfsemi sinnar og þess vegna eru margar æðar í heilanum sem sjá til þess að uppfylla þarfir hans. Í hvíld notar heilinn um 20% af öllu því súrefni sem líkaminn notar þrátt fyrir að þyngd heilans sé aðeins 2% af allri líkamsþyngdinni. Heilafrumurnar eru mjög viðkvæmar fyrir súrefnisskorti. Ef blóð­ flæði til heilans er ekki nægilegt getur okkur svimað. Líkaminn reynir því alltaf að sjá til þess að heilinn fái nægilegt blóð og hann er í for­ gangi umfram önnur líffæri. Margar æðar liggja um heilann. Í hvíld notar heilinn um fimmtung af því súrefni sem líkaminn tekur upp. Þegar við einbeitum okkur við að leysa flókin verkefni þarf heilinn enn meira súrefni. Heilinn er bæði móttakari og sendir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=