Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

81 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM Mæna Heili Úttaugakerfið Miðtaugakerfið Boðefni flytja taugaboð Þegar taugaboð ná til taugamóta losnar boðefni við mótin og efnið vekur nýtt taugaboð í næstu taugafrumu. Í heilanum eru gríðarlega mörg taugamót þar sem frumur heilans tengjast saman á marga vegu. Sumir sjúkdómar stafa af því að boðefni vantar í heilann. Þá berast taugaboðin ekki rétt milli frumna. Á mótum, þar sem taugafruma tengist vöðvafrumu, losnar boðefni sem veldur samdrætti í vöðvafrumunni. Til eru efni sem hindra að boðefnið brotni niður eða koma í veg fyrir að það geti tengst vöðvafrumunni. Þessi efni kallast taugaeitur og valda vöðvakrampa eða lömun. Miðtaugakerfið og úttaugakerfið Taugakerfi okkar er gert úr heila, mænu og öllum taugum líkamans. Heilinn og mænan mynda miðtaugakerfið . Taugarnar, sem flytja boð til líkamans frá heila og mænu og í gagnstæða átt, mynda úttaugakerfið . Í því eru nokkrar milljónir taugafrumna eða mun færri en í miðtaugakerfinu. Þær taugar, sem liggja út frá heilanum , flytja boð til líffæra líkamans. Þær flytja meðal annars hreyfiboð til vöðvanna þannig að við getum hreyft okkur. Aðrar taugar flytja boð inn til heilans . Þetta eru boð til dæmis frá augunum sem heilinn túlkar og úr þessum boðum býr hann til sjónhrif, það er að segja myndir sem við sjáum. Með viljann að vopni Við getum stjórnað hluta taugakerfisins með eigin vilja . Þessi hluti taugakerfisins kallast viljastýrða taugakerfið . Þær taugabrautir, sem við getum sent boð eftir að vild, eru þær sem liggja til rákóttu vöðvanna. Þess vegna getum við til dæmis hreyft hendur og fætur og snúið höfð­ inu. Þeir hlutar taugakerfisins, sem eru ekki undir viljastjórn, kallast ósjálfráða taugakerfið . Þetta kerfi stjórnar meðal annars hjartslætti, vöðvum í æðum og hreyfingum vöðva í meltingarveginum. Það veldur því að margvísleg starfsemi líkamans gerist ósjálfrátt og án þess að við vitum af því, líka meðan við sofum. 1 Hvað er taugaboð? 2 Nefndu nokkur dæmi um starfsemi sem er undir stjórn ósjálfráða taugakerfisins. 3 Teiknaðu mynd af taugafrumu og lýstu gerð hennar. Merktu helstu hluta hennar. 4 Gerðu grein fyrir miðtaugakerfinu og úttaugakerfinu. 5 Lýstu því hvernig taugaboð berast frá einni taugafrumu til annarrar. Hvers vegna geta menn fundið fyrir verk í tánum þótt fóturinn hafi verið tekinn af þeim? ÍTAREFNI SJÁLFSPRÓF ÚR 5.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=