Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
5 5.1 Taugakerfið er gert úr taugafrumum 5.2 Heilinn er bæði móttakari og sendir Í BRENNIDEPLI: Satt og logið um heilann 5.3 Kvillar og sjúkdómar í taugakerfinu 5.4 Lykt, bragð og tilfinning 5.5 Sjónin – ljósnæmt skilningarvit 5.6 Heyrn og jafnvægisskyn – tvö skilningarvit eyrna 5.7 Hormón eru boðberar líkamans Heilinn samhæfir öll líffæri Heili mannsins er fullkomnasta og flóknasta kerfi sem við þekkjum. Í heilanum eru fleiri en eitt hundrað milljarðar taugafrumna sem„tala“ stöðugt hver við aðra og senda í sífellu boð til hinna ýmsu líkamshluta. Upplýsingar um umheiminn berast líka stöðugt til heilans eftir taugum frá skynfærunum. Heilinn túlkar upplýsingarnar og vinnur úr þeim þannig að við sjáum hluti, heyrum hljóð og finnum lykt eða að eitthvað snertir okkur. Heilinn ákveður síðan hvernig líkaminn skuli bregðast við. Þannig stjórnar hann öllum líffærunum og samhæfir starf þeirra. 1 Hvernig heldur þú að heilinn fari að því að stjórna öllum líkamanum? 2 Hvaða skynfæri hefur þú sem senda upplýsingar til heilans? 3 Nefndu mismunandi aðferðir sem skynfærin nota til þess að afla upplýsinga úr umhverfinu. • hvernig taugafrumurnar senda boð um líkamann • hvernig heilinn og taugakerfið starfa • hvað taugaviðbragð er • hvernig skynfærin starfa • að hormón geta borið boð milli líffæra • svolítið um sjúkdóma í tauga- og innkirtlakerfinu 79 Heili fullorðins manns vegur um 1,3 kílógrömm og við eðlilegan líkamshita er hann næstum því fljótandi. Taugakerfið stjórnar líkamanum Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ EFNI KAFLANS
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=