Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

6 1.1 sérhæfðar frumur Sérhæfðar frumur Fruman er eins konar lítið samfélag Allar lífverur eru byggðar upp af frumum. Sumar lífverur eru bara ein fruma, aðrar eru úr tugum þúsunda milljarða frumna. Þrátt fyrir það að maður, maur og túnfífill séu mjög ólíkar lífverur eru frumur þeirra gerðar úr nokkurn veginn sömu frumulíffærunum. Það byggist á því að allar frumur hafa á milljörðum ára þróast frá sömu upphaflegu frum­ unum: einfruma bakteríum. Fruman er minnsta lifandi byggingareining lífvera. Flestar eru frumurnar minni en hundraðasti hluti úr millimetra í þvermál og þær sjást því ekki nema í smásjá. Hverri frumu má líkja við lítið samfélag þar sem hvert frumulíffæri gegnir sínu sérstaka hlutverki og því verður að sinna til þess að öll fruman starfi í heild. Orka fæst með bruna Í frumunum eiga sér stöðugt stað margvísleg efnahvörf. Meðal þeirra mikilvægustu er ferli efnahvarfa sem kallast bruni og sér frumunni fyrir orku. Bruninn í frumunum kallast einnig frumuöndun . Forsenda þess að bruni geti átt sér stað er að fyrir hendi sé súrefni og eldsneyti . Glúkósi (þrúgusykur) er mikilvægasta eldsneyti frumn­ anna. Fruman breytir súrefni og glúkósa í koltvíoxíð (koltvísýring) og vatn. Við þá breytingu losnar orka úr glúkósanum sem fruman nýtir sér. Brunanum má lýsa þannig: Hér er horft gegnum op á frumuhimnunni sem er lituð rauð á myndinni. Umhverfis gráan frumukjarnann má sjá fjölda grænlitaðra hvat- bera, orkuver frumunnar. Þar fer bruninn fram. glúkósi + súrefni ➝ koltvíoxíð + vatn + orka

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=