Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

77 HÚÐIN OG STOÐ- OG HREYFIKERFIÐ SAMANTEKT Svitahola í húð. Sumir skartgripir geta valdið nikkelofnæmi. Beinin eru með holrúm að innan. Stækkuð mynd af vöðvafrumum. Þjálfun eykur afkastagetu vöðvafrumnanna. Húðin er stærsta líffæri líkamans • Húðin er„umbúðirnar“ um líkamann og mikilvægasta ytri vörn okkar. Hún verndar okkur gegn hnjaski og varnar því meðal annars að bakteríur og veirur komist inn í líkamann. • Húðin skiptist í þrjú lög: húðþekju, leðurhúð og undirhúð. Í húðþekjunni er hart og sterkt hornlag yst. Í leðurhúðinni eru taugaendar, fitu- og svitakirtlar. Undirhúðin geymir mestan hluta líkamsfitunnar. • Svitakirtlarnir og æðarnar í húðinni eiga ríkan þátt í að stjórna líkamshitanum. • Neglur og hár myndast í húðinni og eru úr dauðum frumum. • Tóbaksreykingar og sólböð flýta öldrun húðarinnar og gera okkur hrukkótt fyrir aldur fram. • Mikil sólböð, bæði náttúruleg og í ljósabekkjum, auka líkur á húðkrabbameini, meðal annars sortuæxlum. Beinagrindin veitir líkamanum styrk og verndar hann • Beinagrindin ber uppi líkamann og verndar innri líffæri okkar. • Blóðfrumurnar myndast í rauða beinmergnum. • Efni beinanna endurnýjast stöðugt. • Liðamót líkamans gera það að verkum að líkaminn er liðugur og hreyfanlegur. Liðir líkamans eru af mismunandi gerðum. Sumir eru kúluliðir, aðrir eru hjöruliðir og enn aðrir hverfiliðir. • Bakverkur er algengur kvilli. Stundum er orsökin sú að þófi milli tveggja hryggjarliða skemmist, hluti hans gengur út á milli liðanna og þrýstir á taug. Hreyfing og líkamsrækt er góð fyrir hrygginn. Vöðvarnir hreyfa líkamann • Í líkamanum eru þrenns konar vöðvar: rákóttir vöðvar, sléttir vöðvar og hjartavöðvinn. • Við stjórnum rákóttum vöðvum með viljanum. Sléttir vöðvar, sem eru meðal annars í meltingarveginum, og hjartavöðvinn eru ekki undir viljastjórn. • Í líkamanum eru yfir 600 rákóttir vöðvar. Við getum hreyft okkur vegna þess að þeir festast með sinum við beinin. • Vöðvafrumur geta dregist saman. Hver vöðvafruma þarf mikla orku og hefur þess vegna mörg orkuver, hvatbera. Þar fer bruninn fram í frumunum. • Við þjálfun fjölgar hvatberunum í vöðvafrumunum. Þá losnar meiri orka úr læðingi í vöðvafrumunum og við fáum hraðari viðbrögð og aukið þol. • Ef við reynum mikið og lengi á okkur þannig að vöðvafrumurnar fá ekki nægilegt súrefni úr blóðinu myndast mjólkursýra í frumunum. Við verðum þá þreytt og okkur getur verkjað í vöðvana. 4.1 4.2 4.3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=