Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

75 HÚÐIN OG STOÐ- OG HREYFIKERFIÐ Knippi vöðvaþráða Rákóttur vöðvi er gerður úr mörgum vöðvaþráðum sem eru margir saman í knippi. Hver vöðvaþráður er ein vöðva- fruma sem er innan við 0,1 mm á breidd. Frumurnar eru oftast nokkrir sentimetrar að lengd, en þær geta verið yfir 30 sentimetrar. Í hverri vöðvafrumu eru um tvö þúsund grannir prótínþræðir sem geta dregið vöðvann sam­ an. Þeir valda samdrætti í hverri vöðvafrumu og í sameiningu draga þær allan vöðvann saman. Við samdráttinn þarf mikla orku. Með fram vöðvafrumunum liggja margar, grannar æðar sem sjá frumunum fyrir glúkósa og súrefni. Við bruna í frumunum losnar orkan úr glúkósanum með hjálp súrefnisins. Vöðvafrumur geta líka notað fitu sem orkugjafa. Þegar við hreyfum okkur getum við því „brennt“ af okkur óþarfri fitu. Vöðvarnir og þolið Þol er mælikvarði á það hversu lengi vöðvar okkar geta starfað. Það er fyrst og fremst komið undir því hversu mikið súrefni þeir geta tekið úr blóðinu. Þegar við reynum mikið á okkur þurfa vöðvarnir margfalt meira súrefni en þegar við erum í hvíld. Þetta er skýringin á því að við öndum hraðar og hjartað slær örar þegar við reynum á okkur. Þjálfun veldur því að vöðvarnir geta tekið upp meira súrefni úr blóð­ inu. Mestu munar þó að orkuverunum í vöðvafrumunum, hvatberunum , fjölgar verulega við þjálfun. Bruninn fer fram í hvatberunum og því fleiri sem þeir eru í hverri frumu þeim mun meiri orka losnar í vöðvunum. Fjöldi hvatbera í vöðvafrumum getur þrefaldast eftir langa og stífa þjálf­ un. Þannig fá vöðvafrumurnar aukna orku og þolið batnar. Taugaboð valda því að vöðvafrumur dragast saman. Vöðvafrumurnar þurfa mikla orku og í þeim eru því margir hvatberar, sem eru orkuver frumnanna. Knippi vöðvafrumna í mikilli stækkun. Í vöðvafrumunum eru sérstök prótín sem geta dregist saman. Í hverri vöðvafrumu eru margir frumukjarnar. Þeir sjást hér sem bungur á yfirborði frumnanna. Heill vöðvi Sin Taugafruma Vöðvafruma Æð Knippi vöðvafrumna sem er umvafið knippishulu Prótínþræðir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=