Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

74 Þríhöfði vöðvarnir hreyfa ... 4.3 Þjálfun styrkir vöðvana. Það byggist meðal annars á því að þá fjölgar hvatberum í vöðvafrumunum. Þegar við beygjum handlegginn dregst beygju­ vöðvinn tvíhöfði saman og um leið slaknar á réttivöðvanum þríhöfða. Þetta snýst við þegar við réttum úr handleggnum. Vöðvarnir hreyfa líkamann Þrenns konar vöðvar Vöðvar eru um það bil helmingurinn af þyngd líkamans. Hlutverk þeirra er að dragast saman , en það gerir okkur kleift að hreyfa okkur. Í líkamanum eru vöðvar af þremur gerðum: rákóttir vöðvar, sléttir vöðvar og hjartavöðvi. Allir rákóttir vöðvar eru undir stjórn okkar eigin vilja. Alls eru yfir 600 vöðvar af þessari gerð í líkamanum. Þeir eru festir á beinin og þess vegna getum við hreyft mis­ munandi líkamshluta þegar vöðvarnir dragast saman. Við getum hins vegar ekki stjórnað öðrum vöðva­ gerðum líkamans með eigin vilja. Í maga og öðrum hlut­ um meltingarvegarins eru sléttir vöðvar sem ýta fæðunni áfram án þess að við verðum þess vör. Sléttir vöðvar í veggjum æðanna geta haft áhrif á blóðþrýstinginn með því að víkka eða þrengja æðarnar. Hjartavöðvinn dregst líka saman án þess að við þurfum að hugsa sérstaklega um það. Sjálfvirk rafboð, sem myndast í hjartavöðvanum , stjórna samdrætti hjartans. Samstilling hreyfinga Rákóttir vöðvar, sem beygja liðamót, kallast beygjuvöðvar en þeir sem rétta úr liðamótum kallast réttivöðvar . Þessar tvær vöðva­ gerðir starfa ávallt saman – þegar vöðvar af annarri gerðinni dragast saman slaknar á hinum. Vöðvar verða að vera festir á bein báðum megin við liðamótin til þess að geta beygt þau og rétt úr þeim. Á endum rákótts vöðva eru því alltaf sterkar sinar sem eru festar við beinin. Hreyfingar vöðvanna eru mjúkar og nákvæmar vegna þess að vöðvarnir vinna alltaf mjög náið saman. Í framhandleggnum eru til dæmis um tuttugu mismunandi vöðvar sem starfa saman. Höndin og fingurnir geta hreyfst á marga og mismunandi vegu vegna þess að þarna er fjöldi smárra vöðva. Þótt við séum kyrr er yfirleitt fjöldi vöðva virkur. Einhver reiknaði það út að við þyrftum að beita 72 vöðvum þegar við erum fýld á svipinn en bara 14 vöðvum þegar við brosum. Tvíhöfði Sinar tengja vöðvana við beinin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=