Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

73 Með holsjá er horft beint inn í líkamann Læknar geta notað ýmiss konar tæki til þess að skoða einstaka hluta líkamans. Þetta kallast hol- sjárskoðun (holsjárspeglun). Við magaspeglun er mjúkt tæki þrætt niður gegnum munn og það tekur myndir af vélindanu og maganum. Á myndinni er sjúklingur í magaspeglun. Við lungnaspeglun eru berkjur lungnanna skoðaðar. Ristilspeglun er gerð þannig að tæki er sett upp um endaþarminn og þá má skoða allan ristilinn. Þessi holsjárskoðun gerir læknum ekki bara kleift að skoða líffærin að innanverðu. Með tækjunum má taka myndir af grunsamlegum fyrirbærum og taka vefjasýni sem má svo skoða nánar í smásjá. Jáeindaskönnun – tækni til að greina Alzheimer-sjúkdóm Jáeindaskanni er fyrst og fremst notaður til þess að greina breytingar á starfsemi heilans við mis- munandi sjúkdóma. Þessar myndir sýna muninn á eðlilegum heila (myndin til vinstri) og heila í manni sem er með Alzheimer-sjúkdóm (myndin til hægri). Litirnir gefa til kynna mismunandi starfsemi í heilanum, en hún minnkar hjá þeim sem eru með Alzheimer-sjúkdóm. Rauður litur er þar sem starf- semin er mikil, gulur litur er þar sem starfsemin er í meðallagi og blár litur er þar sem starfsemin er lítil. Segulómun – nýleg tækni Segulómtæknin er tiltölulega nýleg tækni og höf- undar hennar hlutu Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2003. Sterkt segulsvið er notað til þess að búa til myndir. Segulómmyndir leiða í ljós breytingar í vefjum sem er ekki nokkur vegur að greina með öðr- um aðferðum. Til vinstri sést segulómmynd af öllum líkama manns. Á myndinni til hægri má sjá mænuna (blá) þar sem hún liggur inni í hryggsúlunni. Myndin er tekin frá hlið. Stafræn segulómun er útfærsla á þessari tækni þar sem unnt er að rannsaka til dæmis hvort blóðflæði til heilans sé eðlilegt. Menn geta þá séð hvernig mis- munandi hlutar heilans verða virkir við ólík viðbrögð eða hugsanir einstaklings sem er í rannsókn. mæna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=