Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

Rannsóknir á innri gerð líkamans Áður fyrr gátu menn bara skoðað innri gerð líkamans þegar þeir skáru fólk upp eða þegar lík manna voru krufin. Nú geta læknar beitt ýmiss konar aðferðum til þess að „kíkja“ inn í lifandi fólk. Þetta gerir þeim kleift að rannsaka starfsemi ýmissa líffæra og greina sjúkdóma. 72 Ómskoðun – myndir teknar með hljóðbylgjum Ómskoðun er aðferð þar sem hljóðbylgjur eru notaðar í stað röntgengeisla til að fá fram mynd af innri hlutum líkamans. Hljóðbylgjurnar endurkastast af líffærinu og þannig fæst mynd af því. Ómmyndir eru til dæmis not- aðar til að rannsaka hjarta og æðar og til þess að kanna hvort fóstur í móðurkviði þroskast eðlilega á með- göngu. Á myndinni sést höfuð og búkur fósturs. Tölvusneiðmyndir – nákvæm kortlagning líffæra Tölvusneiðmyndun er tækni sem felst í því að rannsakaðar eru örþunnar sneiðar af mismunandi líffærum. Þannig geta læknar fundið út hvort einhverjar óeðlilegar breytingar hafi orðið á vefjum. Þessi tækni er mikilvæg til að greina sjúkdóma í heila og í ýmsum öðrum innri líffærum. Á myndinni sést hvar verið er að koma manni fyrir í stóru tölvusneiðmyndatæki. Taka á sneiðmyndir af heila mannsins. Röntgenmyndir sýna skemmdir í beinagrind Venjuleg röntgenmyndataka hefur verið notuð í meira en hundrað ár og tæknin verður sífellt betri. Nú eru venjulegar röntgenmyndir einkum notaðar til þess að kanna hvort beinagrindin er í lagi. Þessi röntgenmynd sýnir að gerviliður hefur verið græddur í mjaðmargrind manns. Á hverju ári eru gerðar yfir 500 mjaðmarliðaaðgerðir hér á landi. Þeir sem þurfa á slíkum aðgerðum að halda eru einkum fólk sem þjáist af sjúkdómi sem kallast liðagigt. Læknar geta líka rannsakað ýmsar æðar líkamans með röntgentækni, svokallaðri æðamyndatöku. Í BRENNIDEPLI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=