Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

71 HÚÐIN OG STOÐ- OG HREYFIKERFIÐ Eymsli og verkir í baki Hryggurinn er úr rúmlega þrjátíu mis­ munandi hryggjarliðum sem bera uppi og styrkja líkamann. Milli hryggjar­ liðanna eru þunnir, fjaðrandi púðar, hryggþófar , sem gefa eftir við högg og álag og gera okkur kleift að sveigja hrygginn og snúa upp á hann að vissu marki. Hryggþófarnir geta skaddast ef við lyftum of miklu eða berum okkur ekki rétt að við að lyfta þungum hlutum. Þá getur hluti hryggþófa gengið út milli hryggjarliðanna og þrýst á taug. Þetta kallast brjósklos og veldur miklum bak­ verkjum. Stundum leiðir sársaukann niður í annan fótinn. Það stafar af því að brjóskið þrýstir á taug sem gengur frá hryggnum og niður í fótinn. Brjósklos má lækna með skurðaðgerð. Verkir í baki stafa þó oftast af öðru en brjósklosi, til dæmis af því að við sitj­ um of lengi í rangri stellingu. Hreyfing og líkamsrækt styrkir hryggvöðvana og er þess vegna góð fyrir hrygginn. Milli hryggjarliðanna eru mjúkir brjóskþófar (púðar), rauðgulir á myndinni. 1 Hver eru helstu hlutverk beinagrindarinnar? 2 Nefndu mismunandi gerðir liða í líkamanum. 3 Hvað myndast í rauða beinmergnum? 4 Hvað veldur því að beinin í beinagrindinni eru bæði létt og sterk? 5 Hvaða hlutverki gegnir beinhimnan? 6 Hvað er brjósklos? 7 Hvernig endurnýjast bein? 8 Hvaða hlutverki gegnir liðbrjóskið, liðvökvinn og liðböndin? 9 Teiknaðu mynd af beinagrind og merktu heiti eins margra beina og þú getur. SJÁLFSPRÓF ÚR 4.2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=