Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

69 HÚÐIN OG STOÐ- OG HREYFIKERFIÐ Í stækkun má sjá innri gerð beins. Þar eru holrúm milli svokall- aðra beinbjálka. Þessir bjálkar eru eins og bitar í byggingakrana. Þetta fyrirkomulag gerir beinin bæði létt og sterk. Liðbrjósk Þétt bein Beinþel Beinhimna Gulur beinmergur Rauður beinmergur Hvernig eru beinin uppbyggð? Beinin eru hörð og þétt að utan en að innan eru þau mjúk og frauð­ kennd. Þetta gerir beinagrindina í senn létta og sterka. Innan í bein­ unum er ýmist rauður eða gulur beinmergur. Í rauða beinmergnum myndast öll rauðkorn og hvítkorn en guli beinmergurinn er að mestu leyti fita. Þunn beinhimna klæðir beinin að utan. Í henni eru æðar sem sjá beininu fyrir næringarefnum og súrefni. Í henni er líka mikið af taug­ um og þess vegna er ekki skrýtið þótt við finnum til þegar við rekum bein í harðan hlut. Þegar frumur í beinunum deyja koma nýjar í þeirra stað. Í beinum eru bæði frumur sem byggja upp beinvefinn og aðrar sem brjóta hann niður. Þess vegna er stöðug endurnýjun í beinum og öll beinagrindin endurnýjast smám saman. Á einu ári endurnýjast um það bil tíundi hluti efnisins í beinum líkamans. LÍF Í ÞROSKUN Í nýfæddu barni er stoðgrindin mjúk og er að mestu leyti úr brjóski. Eftir því sem árin líða minnkar brjóskið og hart bein kemur í stað þess. Um tvítugsaldurinn er umbreytingunni að fullu lokið. Beinin harðna þegar kalksambönd setjast fyrir í þeim. Líkaminn fær kalkið úr fæðunni sem við borðum, til dæmis úr mjólkurvörum og ostum. Beinin bæði lengjast og gildna. Við báða enda löngu beinanna er sérstök vaxtarlína sem hverfur þegar líkaminn er fullvaxinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=