Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

68 beinagrindin veitir ... Beinagrindin veitir líkamanum styrk og verndar hann 4.2 Bein af ýmsum gerðum Beinagrindin er gerð úr rúmlega 200 beinum og þau eru alls um fimmtungur af þyngd líkamans. Við getum þakkað það beinagrindinni að við getum risið á fætur og hreyft okkur. Beinagrindin um­ lykur líka og verndar heilann, hjartað, lungun og fleiri innri líffæri. Í beinagrindinni eru geymd ýmis mik­ ilvæg steinefni , einkum þó kalk og fosföt. Steinefnin má flytja frá beinunum og til blóðsins og til baka eftir því sem líkam­ inn þarfnast. Beinagrindin er gerð úr mörgum beinum sem eru hvert með sínu móti. Löng, pípulaga bein eru í handleggjum og fótum og kallast leggir. Flöt bein eru meðal annars herðablöðin og mjaðmar­ beinin og beinin í höfuðkúpunni. Í úln­ liðum og handarbaki eru stutt og tenings- laga bein og hryggjarliðirnir eru dæmi um bein með óreglulegri lögun. Höfuðkúpa Viðbein Herðablað Bringubein Rifbein Hryggjarliður Mjaðmarbein Lærleggjarhöfuð Sveif Öln Rófuliðir (rófubein) Lærleggur Spjaldbein Dálkur Hnéskel Sköflungur Upphandleggsbein Ennisbein Efri kjálki Neðri kjálki Kjálkaliður Gagnaugabein Nefbein Hvirfilbein Kinnbein

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=