Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

67 HÚÐIN OG STOÐ- OG HREYFIKERFIÐ Í mörgum skartgripum er frumefnið nikkel sem getur valdið ofnæmi. Rétt er að hafa þetta í huga þegar skartgripir eru valdir. Algengir húðkvillar Bólur, sem kallast oft unglingabólur , myndast þegar rásir fitukirtlanna í húðinni lokast vegna tappa úr hyrni eða fitu. Ef sýking kemst í tappann myndast gröftur . Ef bólan opnast losnar svolítill gröftur úr henni. Eins og nafnið ber með sér eru þær algengar hjá unglingum og það stafar af því að kynhormónin auka myndun fitu í fitukirtlum húðar. Exem stafar af bólgu í húðinni sem verður rauð og þrútin og þessu fylgir kláði. Exem af völdum ofnæmis stafar oft af nikkelofnæmi. Of mikil sól getur valdið húðkrabbameini Hættulegasta tegund húðkrabbameins kallast sortuæxli . Tíðni þess­ arar tegundar krabbameina hefur farið vaxandi víða um heim á síðari árum. Ástæðan er sú að fólk stundar sólböð af of miklu kappi. Sortuæxli myndast oft í litfrumunum í fæðingarblettum á húðinni, en þau geta líka komið fram í venjulegri húð sem brennur vegna geislunar. Ef kláði kemur fram í fæðingarbletti og hann tekur að stækka og breyta lit eða ef blæða fer úr honum er mikilvægt að leita læknis þegar í stað. Á hverju ári greinast um 50 Íslendingar með sortuæxli, langflestir eru fullorðnir. Mikil sólböð eru þó talin hættulegust ungu fólki og þau auka líkur á sortuæxli síðar á ævinni. Brunasár Fólk, sem brennur í sól, verður aðeins fyrir skaða á ysta lagi húðar­ innar, húðþekjunni. En hjá þeim sem brenna sig, til dæmis á heitu vatni, getur leðurhúðin líka skaddast. Ef brunasár ná til mikils hluta líkamans missir hann mikinn vökva og hætta er á sýkingum. Nú geta læknar grætt brunasár með húð sem er ræktuð af húðfrumum þess sem varð fyrir brunanum. Fólk getur líka orðið fyrir enn alvarlegri bruna, til dæmis í eldi eða frá rafmagni. Slík brunasár eru oft lífshættuleg. 1 Nefndu þrjú lög húðarinnar og tilgreindu hvar mestur hluti líkamsfitunnar er geymdur. 2 Af hverju finnum við ekki til þegar við látum klippa okkur? 3 Hvaða hlutverki gegna litfrumur húðarinnar? 4 Hvernig stjórnar húðin líkamshitanum? 5 Hvað er sortuæxli og hver er helsta orsök þess? 6 Teiknaðu mynd af þremur lögum húðarinnar og nefndu helsta hlutverk hvers þeirra. 7 Hvað eru fingraför og hvernig myndast þau? SJÁLFSPRÓF ÚR 4.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=