Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

66 HÚÐIN OG STOÐ- OG HREYFIKERFIÐ Neglur og hár myndast í húðinni Neglur og hár eru gerð úr dauðum frumum sem innihalda hart efni sem kallast hyrni. Frumur naglanna fjölga sér við naglrótina og vaxa fram þannig að hver nögl lengist um hálfan til einn millimetra á viku. Hárið vex frá frumum í hárrótinni . Frumurnar deyja síðan þegar þær færast fram. Að jafnaði missum við um það bil 100 hár á hverjum degi af þeim 100.000 hárum sem við höfum. Í stað þeirra vaxa ný á sama stað. Hvert hár vex um einn sentimetra á mánuði. Hvert hár vex í tvö til fimm ár áður en það losnar. Í hárrótinni myndast líka litarefnið sem ákvarðar háralitinn. Þegar við eldumst myndast minna af litarefni en áður og við verðum gráhærð. Lögun hársekkjanna ræður því hvort hár okkar er hrokkið eða slétt. Ef hársekkirnir eru bognir verður hárið hrokkið eða liðað en slétt hár vex upp úr beinum hársekkjum. Húðin stjórnar líkamshitanum Ef okkur verður of heitt förum við að svitna og þá kólnar líkaminn. Þegar svitinn gufar upp af húðinni tekur hann varma frá líkamanum. Þá kólnar húðin og líkamshitinn lækkar. Svitakirtlarnir halda líkams­ hitanum á þennan hátt í kringum 37 ºC. Þegar við höfum hægt um okkur myndar líkaminn um það bil einn lítra af svita á sólarhring án þess að við verðum þess vör. En ef við reyn­ um mikið á okkur eða erum með hita getum við svitnað mjög mikið og misst marga lítra af vökva og heilmikið af steinefnum. Þá er mikilvægt að drekka mikinn vökva, til dæmis vatn eða ávaxtasafa. Æðarnar í húðinni eiga líka þátt í að stjórna líkamshitanum. Þegar líkaminn er heitur víkka æðarnar, meira blóð flæðir um húðina og hún losar sig við meiri varma með uppgufun. Ef okkur verður kalt þrengjast æðarnar hins vegar og þá minnkar varmatapið. Í kulda rísa líka hárin í húðinni og þá getur myndast einangrandi loftlag næst húðinni og þannig helst henni betur á varmanum. Hár í mikilli stækkun. Að utan er hárið þakið flötum, dauðum hornfrumum. Hárið er augljóslega nýskorið. Við svitnum í hita og þá víkka æðarnar í húðinni (myndin til vinstri). Þegar kalt er í veðri dragast æðarnar saman og hárin í húðinni rísa (myndin til hægri). Svitadropi Hár Æð Hárreisivöðvi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=