Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

65 HÚÐIN OG STOÐ- OG HREYFIKERFIÐ Vaxtarlag Litfruma Háræð Leðurhúðin er sterk og teygjanleg Leðurhúðin er lagið undir húðþekjunni. Hún er 1–4 mm á þykkt og í henni eru meðal annars teygjanlegir þræðir . Húðin er sterk og teygjanleg hjá ungu fólki, en þegar við eldumst missir húðin teygjanleikann og við fáum hrukkur. Það stafar meðal annars af því að teygjanlegu þræðirnir brotna niður með tímanum. Reykingar og sólböð flýta því að húðin eldist og hrukkur myndast. Leður , til dæmis í skóm og á húsgögnum, er unnið úr leðurhúð dýra. Leðurhúðin er æðarík og þar eru margar taugar og skyn­ færi. Þar eru líka fitu- og svitakirtlar. Fitukirtlarnir gefa frá sér fitu sem smyr húðina og mýkir hana. Ef við þvoum okkur mjög oft með sápu fjarlægjum við húðfituna og húðin getur þá orðið of þurr. Svitakirtlarnir láta frá sér svita út um lítil op á húðinni, svitaholurnar. Svitinn er að mestu vatn og steinefni og er lykt­ arlaus. Svitalykt kemur hins vegar þegar bakteríur í húðinni komast í snertingu við svitann. Undirhúðin geymir fitu Meginhluti þeirrar fitu sem líkaminn geymir er fitan í fitu- frumum í undirhúðinni (húðbeðnum). Fitan myndar mjúkt og einangrandi lag sem verndar okkur gegn höggum og kulda. Undirhúðin geymir líka vatn sem safnast milli frumnanna. Undirhúðin er þykkari hjá feitlögnu fólki en grönnu. Svitahola í húð, í mikilli stækkun. Engir tveir menn hafa eins fingraför Húðin á fingurgómunum og samsvarandi hlutum á tánum er með fíngerðum upphækkunum, litlum hryggjum, og þar eru margar svitaholur. Þessir hryggir, sem kallast fingraför, eru því yfirleitt rakir og þegar við grípum um hlut skilja þeir eftir för sem kallast líka fingraför. Fingraför eru ekki eins hjá neinum tveimur mönnum, ekki einu sinni hjá eineggja tvíburum, og þau haldast óbreytt alla ævi hvers manns. Þess vegna er hægt að nota fingraför til þess að bera kennsl á fólk, til dæmis í tengslum við afbrot. Fingraför á hlut myndast af svitanum sem er með ofurlítilli fitu og situr eftir á hlutnum. Síðan þornar fitan og fingrafarið getur varðveist öldum saman. ÍTAREFNI HÚÐÞEKJA (YFIRHÚÐ) LEÐURHÚÐ UNDIRHÚÐ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=