Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

64 Húðin er stærsta líffæri líkamans Húðin gegnir mörgum störfum Húð fullorðins manns vegur um það bil fimm kílógrömm og yfirborð hennar er 1,5 til 2 fermetrar. Húðin er því stærsta líffæri líkamans. Hún gegnir margþættu hlutverki og verndar líkamann til dæmis gegn hnjaski, sólargeislun og framandi efnum. Hún skynjar allt frá léttri snertingu og upp í mikinn sársauka. Hún á auk þess þátt í að stjórna líkamshitanum og vökvajafnvægi líkamans . Húðþekjan – þunn en árangursrík vörn Ysta lag húðarinnar kallast húðþekja (eða yfirhúð). Húðþekjan er ör­ þunnt lag, oftast um 0,1 mm að þykkt, sem veitir þó mikla og góða vörn. Á stöðum, þar sem mikið mæðir á, til dæmis á iljum og í lófum, er hún þó þykkari, venjulega um 1 mm. Allra yst í húðþekjunni er hornlagið . Lagið er örþunnt og úr dauðum húðfrumum sem eru að mestu úr hyrni, sama efni og er í hári og nöglum. Hornlagið verndar líkamann gegn hnjaski og gerir húðina því sem næst vatnshelda. Það varnar því jafnframt að bakteríur og veirur komist inn í líkamann. Frumur hornlagsins flagna sífellt af og í stað þeirra koma nýjar frum­ ur sem myndast í vaxtarlaginu . Frá því að frumurnar myndast í vaxtar­ laginu líða um fjórar vikur þar til þær flagna af. Óhreinindarákin, sem sést stundum í baðkarinu eftir bað, er að mestu dauðar frumur sem hafa losnað af hornlaginu. Við endurnýjum því stöðugt frumurnar í húðinni. Litfrumurnar verja okkur gegn sólinni Djúpt í húðþekjunni eru litfrumur sem valda því að við verðum sólbrún í sól. Brúna litarefnið verndar erfðaefnið í frumukjörnunum gegn útfjólubláum geislum sólar. Dökkur húðlitur fólks, sem lifir við miðbaug, er þess vegna árangursrík vörn gegn sterkri sólinni. Freknur stafa af því að litarefnið dreifist misjafnlega í húðinni. Hár Svitadropi Svitahola Skynfæri Taugaendi Hornlag Hárreisivöðvi Fitukirtill Hársekkur Svitakirtill Hárrrót Bláæð Slagæð Fituvefur Taug húðin er stærsta ... 4.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=