Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
61 BLÓÐRÁSIN Sjúkdómar í blóði og hjarta • Læknar geta rannsakað hjartað á mismunandi vegu. Þeir nota hlustpípu til þess að heyra hvort lokur hjartans starfa eðlilega. Rafvirkni hjartans er rannsökuð með því að taka hjartarafrit. • Blóðpróf eru notuð til þess að greina ýmsa sjúkdóma. Læknar geta til dæmis mælt styrk blóðsykurs, blóðrauðagildi og sökk. • Hvítblæði, krabbamein í blóði, stafar af því að sumar tegundir hvítkorna fjölga sér stjórnlaust og koma í stað eðlilegra frumna í beinmergnum. • Hár blóðþrýstingur er talsvert algengur hjá fullorðnu fólki. Hann getur skemmt æðarnar og hjartað. Þessi kvilli er yfirleitt meðhöndlaður með lyfjagjöf. • Æðakölkun er það þegar fita og kalk hlaðast innan á veggi æða og þrengir þær og minnkar sveigjanleika þeirra. Við þetta geta myndast blóðtappar og þeir geta stíflað æð. Æðar geta líka rifnað og valdið til dæmis heilablæðingu. • Hjartakveisa er sár verkur fyrir brjósti sem stafar af því að kransæðar hjartans eru orðnar þröngar og hjartað fær of lítið súrefni. Hjartaáfall stafar af því að kransæð hefur lokast algerlega. • Sumir sjúkdómar stafa af því að ónæmiskerfið starfar ekki rétt. Þess vegna fær fólk til dæmis ofnæmi eða gigtarsjúkdóma og sykursýki hjá börnum stafar af þessu. Hreinsistöðvar líkamans • Mikilvægasta hlutverk nýrna er að hreinsa úrgangsefni úr blóðinu og stjórna magni vökva og steinefna í líkamanum. • Í hvoru nýra er um ein milljón örsmárra„hreinsistöðva“ sem kallast nýrungar. Á hverjum sólarhring fara um 1500 lítrar af blóði gegnum nýrun sem vinna úr því um 1,5 lítra af þvagi. • Erfiðir nýrnasjúkdómar geta valdið því að nýrun hætta algerlega að starfa. Þá er hægt að tengja fólk við tæki, gervinýra, sem hreinsar blóðið í ferli sem kallast blóðskilun. Sumir nýrnasjúklingar fá lækningu með nýju nýra, í nýrnaígræðslu. • Lifrin fjarlægir ýmis eiturefni úr blóði. Hún geymir líka ýmis gagnleg efni. • Fólk getur skemmt lifrina með því að drekka mikið áfengi í langan tíma. 3.3 3.4 Hjartarafrit tekið. Fituhrörnun slagæða (æðakölkun). Gæludýr geta valdið ofnæmi. Blóðskilun í gervinýra. Lifrin er stærsta innra líffæri líkamans. SAMANTEKT
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=